Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1924, Side 45

Eimreiðin - 01.10.1924, Side 45
eimreiðin SKÁLDIÐ BVRON LÁVARÐUR 357 skoðun. En ljóð hans eru heimsskoðun hans, klædd í búning ritmálsins. í skáldskapnum fann hann ró æstum anda sínum. t*ar leitaði hann hælis í mótviðrum mannlífsins. Þannig þrosk- aðist smámsaman í kvæðum hans sú stefna í bókmentum, sem nefnd er Byronism á erlendum málum, en kalla má Byronsku á íslenzku. Kjarni hennar er máske falinn í þessum orðum Byrons: »Eg vil stríð heyja, að minsta kosti í orðum«. Sú er undiraldan í öllum ritum hans. »Eg er uppreisnarmegin«, niælti hann eitt sinn, og var svo jafnan. Líf hans var sífeld herför, styrjöld hið ytra sem innra. Shelley, er þekti hann manna bezt, segir, að í honum hafi allar andstæður mæzt. Sál hans var vígvöllur hinna mótstæðustu tilfinninga: íhalds- semi og frjálslyndis, mannhaturs og hjartagæzku, þunglyndis og gáska, trúhneigðar og efasemda. Er því eigi að undra, þá litið er á þjóðfélagsástand þeirrar aldar á aðra hönd, en skap- gerð Byrons á hina, þótt hann risi öndverður gegn ríkjandi skoðunum og fyrirkomulagi. Víst er einnig um það, að hann fann samöld sinni margt til foráttu, og vítti mjög samborgara sína og samtíðarmenn alla. Hafði hann djörfung og dug til þess að segja það, er honum bjó í brjósti, þó að hann stæði oinn uppi. »Því að aðalmarkmið mitt er sannleikurinn, þótt eg bíði máske tjón við það«, segir hann í einu bréfa sinna. Slíkt var hlutskifti það, er Byron valdi sér, og eigi leikur ueinn. Herför hans í ljóðum nær til allra stétta og fer víða yfir. Hún nær inn á öll svið mannlegrar starfsemi. I „English Bards and Scotch Reviewers“ (Ensk skáld og skozkir ritdómend- ræðst hann á ráðandi bókmentastefnur og rithöfunda í bundnu máli og óbundnu. í „The Waltz“ (Valsinn) skopast hann að hégómadýrð samkvæmislífsins. í „The Age of Bronze“~ (Bronzeöldin) er ráðist á stjórnmálaskoðanir þær, sem efstar voru á baugi; í „Don Juan“ Iýsir hann siðferðislífi sinnar ald- ar, og í „Manfred,, og „Cain“ (Kain) ræðir hann trúmálin og ræðst á íhaldssemi og þröngsýni kirkjunnar. Hann vóg óhikað að öllu því, sem honum virtist feyskið og fúið, og lét alla æfi höggin óspart dynja á tízkutildri, afturhaldssemi, hræsni og shynhelgi manna, eigi sízt hinna æðri stétta. Kemur þetta 'iósast fram í hinu mikla söguljóði hans, „Don Juan“, riti því, sem bezt lýsir, hversu fjölbreytt skáldgáfa hans var. Mætast þar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.