Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.07.1930, Qupperneq 32
'240 FLAKK eimreiðin Að neðanverðu voru þeir í svokölluðu skothaldi. Var það klakaþæfð prjónabrók, sem upphaflega hafði verið hvít, en orðin grámórauð af elli og óþrifnaði, og fyrst notuð sem nærbrók. En nú voru þeir í henni einni fata. Margir þessara manna tóku tóbak í nefið, og það mikið er þeir gátu, en enginn var vasi á brókinni eða burunni — alt var geymt í barminum — og enn síður vasaklútur. Urðu þeir því að snýta sér með berum fingrunum, sem þeir þurkuðu svo á brókinn: utan lærs. Var því líkast sem þeir hefðu »flórlæri«, eins og eldishestar höfðu í þá daga. Þá var fólk, er hljóp úr vistum, einungis til að halda sér uppi á flakki bæ frá bæ, ýmist undir einhverju yfirskini, eða engu. Um eina þess háttar flökku-kvensnift árið 1841 eða ’42 er til greinileg frásögn í kvæði, er orkt hefur samtíðarmaður, Jón Ofeigsson bóndi á Bergvaði í Hvolhrepp. — Það býli er nú í eyði. Stúlku-kind þessi hét Kristín Högnadóttir og var vistráðið hjú í Vestra Fróðholti á Bakkabæjum, sem kallað er, en þeir tilheyra Rangárvallahreppi í Rangárvallasýslu. Bragur þessi lýsir vel flakkinu um miðja síðustu öld og afstöðu almennings til þess og afskiftum kirkjunnar af því, ennfremur meðferð yfirvaldanna á flökkufólki því, er þau voru neydd til að skifta sér af. Eg lærði hann ungur að aldri. Auk þess hef ég haft til samanburðar handrit fræðimannsins Guð- mundar Guðmundssonar, fyrv. bóksala á Eyrarbakka, sem hafði skrifað upp mestan hluta bragsins fyrir löngu síðan, og geymt uppskriftina í hinu mikla og vandaða alþýðukveðskapar- safni sínu. Fyrstu fimm vísurnar eru svona: Liljur klæða Ijái eyra, líka mega pillar heyra, hvernig ferðin heppnaðist. Því óráðin vildi ei vera, vistar loforð að fullgera, það mér heldur þóknaðist. Bændur húsa beiddi leyfis. Brátt ég hugði mér til hreyfis, að við þau skyldi verða laus. Fékk að láni fat og peysu, — fáir reikna mér það hneisu, ein mér léði húfu á haus. Svo fór ég í sokka bláa, sem ein léði — mín var þága, ■ því ég klæðaþilju bað; hendur þvoði og hálft andlitið, hitt var ekki mjög útskitið. Varð ég sjálf að vita það.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.