Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 76

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 76
BREYTT ATVINNULÍF OG FÆRNI STARFSMANNA breyttar markaðsaðstæður í hátækniþjóðfélagi. Þannig var tekið mið af kenningum sem segja að öll störf verði æ flóknari. Tilgátan um að í öllum störfum reyndi á alla þá færniþætti sem kannaðir voru fékk ekki stuðning. Um 20% þess unga fólks sem hér um ræðir sagðist ekki þurfa að lesa, skrifa eða reikna í vinnunni. Nánast fjórðungur kvaðst ekki þurfa að velta fyrir sér nýjum leiðum til að gera hlutina eða leysa vandamál í starfi. Um 35% hafði yfirmann sem oftast ákvað hvað ætti að gera og 30-75% svarenda þurftu t.d. sjaldan eða aldrei að ráðstafa tíma eða fjármunum, fást við upplýsingar eða hafa sýn út fyrir starf sitt. Einkunnir svarenda í íslensku og stærðfræði á grunnskólaprófum bentu aftur á móti til að skortur á kunnáttu hefði ekki átt að koma í veg fyrir að þeir gætu lesið, skrifað eða reiknað í vinnunni. Síðari tilgátan, sem gerði ráð fyrir jákvæðum tengslum menntunar við fæmi- kröfur starfa, fékk aftur á móti stuðning í niðurstöðum um meirihluta þeirra fæmi- þátta sem kannaðir voru. Fólk sem lokið hafði háskólamenntun, starfsmenntun í framhaldsskóla eða stúdentsprófi var í flestum tilfellum fremur í störfum sem reyndu talsvert á þá fæmi sem könnuð var en þeir sem ekki höfðu farið í fram- haldsskóla, fallið brott úr framhaldsnámi eða lokið stuttum brautum á framhalds- skólastigi. Við túlkun á niðurstöðum vil ég leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi: í fyrsta lagi voru þeir sem höfðu lokið námi, fremur en brottfallsnemendur, í störfum sem krefjast að talsverðu marki þeirra fæmiþátta sem kannaðir voru. Þetta bendir til þess að menntunin nýtist í starfi. Þó getur skýringin verið sú að þeir sem eiga auðvelt með að tileinka sér þessa færni hafi fremur lokið námi en hinir. Sé reyndin sú að þeim sem lokið höfðu námi á framhalds- eða háskólastigi (rúmlega helmingur árgangs) væru falin flóknari og þá að öllum líkindum meira gefandi störf vegna menntunar sinnar, vaknar sú spurning hvers hinn helmingur hópsins eigi að gjalda. Má búast við að störf þessa hóps reyndu meira á margs konar almenna fæmi ef hann hefði t.d. lokið sérhæfðri menntun? Þetta er áleitin spurning sem snertir skólamenn jafnt sem aðila atvinnulífsins. í öðru lagi er allnokkur fjöldi starfa þar sem ekki reynir á þá fæmiþætti sem kannaðir voru. Þetta bendir til þess að atvinnulífið hér á landi hafi ekki náð því stigi sem lýst er t.d. í ritum Reichs og Camevales um framtíðaratvinnulífið (sbr. hér að framan). Er það í samræmi við rannsóknir, t.d. í Bandaríkjunum, en þar er talið að um þriðjungur starfa krefjist nú aðeins bamaskólamenntunar eða lítið umfram átta ára skólagöngu (sjá t.d. Silvestri og Lukasiewicz 1987, vísað til í Hoachlander o.fl. 1991, Commission on the Skills of the American Workforce 1990). Þessar niður- stöður gefa aftur á móti enga vísbendingu um það hver þróunin er, hvort þetta hlutfall muni t.d. minnka á næstunni. A það skal minnt að hér er um að ræða ungt fólk sem var að stíga sín fyrstu skref í atvinnulífinu (hafði verið eitt til átta ár á vinnumarkaði). Með aukinni starfsreynslu gæti farið að reyna meira á þá fæmi sem könnuð var í störfum þessa hóps. Athugun á tengslum einkunna við kröfur í starfi um lestrar-, ritunar- og reikningskunnáttu bendir ekki til þess að störfin hafi ekki reynt á þessa fæmi af því að starfsmenn vantaði kunnáttuna, þvert á móti bendir hún til þess að atvinnulífið nýti sér ekki til fulls færni starfsmanna sinna. 74 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.