Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 30

Uppeldi og menntun - 01.01.1995, Blaðsíða 30
HUGMYNDIR STEINGRIM5 ARASONAR Arngrímur Kristjánsson (1958:214), sem var brautskráður úr Kennaraskólanum vorið 1923, skrifar að tortryggni hafi gætt á árunum upp úr 1920 í garð Kennara- skólans. „Steingrímur var amerískmenntaður, að margra áliti skýjaglópur, sem naumast kynni fótum sínum forráð og hefði þó ætlað sér að fara að kenna þaul- reyndum kennurum nýjar kennsluaðferðir". Sr. Árelíus Níelsson (1958:255-256), brautskráður 1932, minnist Steingríms sem „hugsjónamanns og göfugmennis" og telur að hann og Freysteinn hafi þá haft „dýpst áhrif og sterkust við skólann...". Eiríkur Stefánsson og Jónas B. Jónsson, sem báðir luku prófi í Kennaraskólanum 1934, bera Steingrími góða sögu sem ljúfmenni. „Hann vildi vekja til umhugsunar en var ekki mikill stjórnandi" (viðtal Eiríkur 1992). „Áhrif Steingríms voru góð að mörgu leyti en sér lítinn stað" (viðtal Jónas 1992). Steingrímur virðist hafa haft töluverð persónuleg áhrif sem æfingakennari, einkum á viðhorf nemenda sinna. Barátta hans fyrir smábarnakennslu bar mikinn árangur enda var þjóðfélagið móttækilegt fyrir slíku framtaki. Það var félagsleg nauðsyn að koma á kennslu fyrir börn yngri en tíu ára, a.m.k. í þéttbýli. Þau voru ekki skólaskyld og aðstæður heimilanna til uppfræðslu þeirra slæmar. Viðhorfin sem bjuggu að baki kennsluaðferðum Steingríms fundu smám saman hljómgrunn meðal kennara því þau höfðu á þessum tíma breiðst út í nálægum löndum. Margir íslenskir kennarar kynntust þeim því úr öðrum áttum og rituðu mikið um barna- sálfræði og „nýja skólann" í málgagn sitt Menntamál á fjórða áratugnum. Erfiðara er að meta hvaða undirtektir hugmyndir Steingríms lilutu á vettvangi kennarasamtakanna og í hinu opinbera valdakerfi. Barátta hans fyrir skriflegum og samræmdum prófum hafði þó vissulega miklar afleiðingar fyrir skólastarf í landinu þó þær væru á annan veg en Steingrímur ætlaðist til. Gerð prófanna breyttist lítið í áraraðir og nemendum var raðað í bekki eftir einkunnum enn lengur. Sumt af því sem Steingrím dreymdi um öðlaðist þó ekki þann sess í mennta- kerfinu sem hann hefði viljað. Það á t.d. við um kennslueftirlitið sem hann taldi grundvöll framfara í skólamálum. Þó stofnað væri til námstjóraembætta upp úr því að lög um fræðslumálastjórn voru sett árið 1930 varð lítið úr framkvæmdinni vegna skorts á fjárveitingum. Steingrímur var þá skipaður námstjóri í Reykjavík.27 Þrátt fyrir mjög skorinorðar ályktanir tólfta kennarasambandsþingsins 1932 um að efla kennslueftirlit og vísindalegar rannsóknir á sviði barnafræðslu og barnaprófa (Guð- jón Guðjónsson 1932:108-109) var kennslueftirlitið lagt niður 1932. Það var fyrst árið 1941 sem námstjórar voru ráðnir fyrir bamaskólana samkvæmt heimildar- ákvæði í fræðslulögunum frá 1936 (Jakob Kristinsson 1941). Aðferðir Steingríms við lestrar- og skriftarkennslu lutu strax í lægra haldi fyrir öðrum aðferðum þó lestrarbækur hans yrðu lífseigar. Hiklaust verður þó að viður- kenna að hann átti frumkvæði að því að leggja grunn að þeim aðferðum sem not- aðar hafa verið við kennslu yngri barna hér á landi þó aðrir yrðu síðar áhrifa- og aðsópsmeiri. Hann leysti börnin úr óeðlilegum námsviðjum og beitti frjálslegum og óþvinguðum kennsluaðferðum þar sem leikurinn var í hávegum hafður. En að svo miklu leyti sem starfrænar kennsluaðferðir hafa komist á í íslenskum barnaskólum 27 Sbr. fréttadálkinn „Hér og þar" í Menntamálum 1932, bls. 64. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.