Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.1947, Blaðsíða 30
124 Æ G I R ágúst 1934, og nam aflamagnið þá um 41 þús. smálestum, en þess verður þó að geta, að þá var síldveiðiflotinn aðeins rúmlega helmingur af því, sem hann var síðast- liðið sumar. Ekki er ófróðlegt í þessu sam- bandi að bera saman aflaleysisárin og afla- árin með tilliti til þess á hvaða tíma sum- arsins aðal aflamagnið kemur á land. Eru hér tekin 3 aflaleysisár, 1935, 1945 og 1946, og kemur þá i ljós, að á fyrra helmingi veiðitímabilsins, eða að mestu leyti í júli- mánuði, hefur komið á land á þessum ár- um frá 70% og upp í 78% af heildarmagn- inu yfir sumarið. Það er því fyrri helm- ingur veiðitímabilsins, sem gefur mestan hluta aflamagnsins í afláleysisárunum. Ef Iiins vegar eru athuguð aflaárin, og þá einn- ig tekin 3 ár til samanburðar 1937, 1940 og 1944, sem hvert um sig skáru sig algeriega úr hvað aflamagn snertir, kemur í ljós ger- óiík mynd, einkum þó hvað árin 1937 og 1944 snertir. Á þessum tveim árum komu 08% og 71% af aflamagninu á land seinni helming veiðitímabilsins, eða frá því um mánaðamótin júlí og ágúst og þar til síld- veiðunum lauk, en fyrri helmingur veiði- Límabilsins gaf aðeins 29% og 32% af heildaraflamagninu. Árið 1940 var þó undantekning að því leyti, að það sumar mátti heita, að síldveiðin væri jöfn allt sumarið, svo jöfn, að ef tímabilinu væri skipt í tvennt eins og gert var um hin árin, þá koma 51% á fyrri hluta tímabilsins, en 49% á seinni helminginn. Af þessu skal þó ekki dregin nein algild ályktun, til þess er grundvöllurinn, sem byggt er á, of veikur, þar sem aðeins er um að ræða 3 ár af hvoru, aflaleysis- og aflaár. Ekki verður þó hjá því komizt að reka augun í þetta, þegar lilið er yfir aflaskýrslur þessara sér- stæðu ára. Svo sem áður hefur verið getið, var það enn eitt sem einkenndi síldveiðarnar i sumar, að megin veiðin fór fram á austur- svæðinu, j). e. fyrir austan Sléttu og báð- um megin Langaness. Ekki hef ég þó hand- bærar tölur, er geta sýnt þetta nálcvæm- lega. Nokkra visbendingu um þetta gefur skipting veiðinnar á verksmiðjur. Ef at- huguð er síldarmóttaka Síldarverksmiðja ííkisins, sem hafa verksmiðjur hæði á austursvæðinu og miðsvæðinu, kemur í ijós, að óvenju mikið hefur farið til verk- smiðjanna á Raufarhöfn, eða sem svarar rúmlega 35% af þeirri síld, sem sildar- verksmiðjur ríkisins tóku á móti um sumarið. Þó varð tvisvar að hætta mót- töku síldar á Raufarhöfn, vegna þess að verksmiðjurnar höfðu ekki undan að vinna. Varð þá að senda skipin veslur á bóginn til verksmiðjanna á miðsvæðinu, en það hafði aftur i för með sér, að skipin urðu að rigla miklu lengri leið frá veiði- heldur en ef síldin hefði veiðzt á mið- svæðinu, þar sem móttökugeta verksmiðj- anna er meiri. í töflu XIV A er yfirlit yfir afla lierpinóta- skipanna árið 1946 og er skipunum þar skipt í floltka eftir gerð og stærð, svo og eftir því með hvernig veiðarfæri veitt er, þ. e. hringriótabátar eru sér og mótorbátar 2 um nót eru hafðir sér í flokki. í töflunni cr sýndur meðalafli hvers skipaflokks um sumarið og til samanburðar tvö undanfar- in ár. Enda þótt aflabresturinn væri til- finnanlegur á þessari sildarvertíð, þá leynir sér ekki, að útltoman varð inun betri en árið 1945. Hæstur varð meðalafli gufuskipanna árið 1946, 7241 mál og tunn- ur, en næst komu botnvörpuskip, en það var aðeins eitt sem stundaði veiðar um sumarið, og fékk það 5900 mál og tunnur. Þar næst í röðinni eru mótorskip eitt um nót, með 4304 mál og tunnur, mótorbátar 2 um nót 2398 mál og tunnur og loks hringnótabátarnir, með 2314 mál og tunn- ur. Meðalafli á hverja nót yfir allan flot- ann nam 4636 mál og tunnur, en hafði að- eins verið um 2500 mál og tunnur árið áður. Enda þótt meðalaflinn á skip væri eins og áður segir, að tiltölu lítill miðað við það, sem verið hefur i hinum betri síldar- árum, var þó lieildaraflinn yfir sumarið allverulegur, með því að fjöldi skipanna var svo mikill, sem raun varð á. Alls nani
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.