Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 44
170 Tímarit lögfrœOinga. uppeldisaðgerða og hjálpar, sem lögin gera ráð fyrir. 1 Danmörku hafa þessi störf verið falin sérstöku félagi, Dansk Forsorgsselskab, sem stofnað var 1951, og greiðir ríkið alian stjórnarkostnað þess. Félagið hefir umboðs- menn sína um allt landið og er þannig hvarvetna til taks, þegar verkefni gefast. 1 Noregi er hliðstæðu félagi (Verne- lag) falið eftirlitið í.yfirgnæfandi fjölda tilfella, en í öðrum tilfellum hæfum einstaklingum, sem eru fúsir til að taka það að sér. 1 Svíþjóð mun þetta vera lengst á veg komið. Þar heldur hið opinbera uppi sérmenntuðu starfsliði í þessu slcyni og ýmis opinber hæli og vistheimili er upp á að hleupa, ef eftirlitið eitt nægir ekki eða virðist ekki ætla að nægja. — 1 öllum þessum löndum eru nú uppi áætlanir um að breyta ákvæðunum um skilorðsbundna dóma og í umræðum um þær breytingar ber ýmislegt á góma. Er þar fyrst að nefna, hvort beita skuli dómsfrestun (ensk-amerískureglunni) eða refsifrestun (meginlandsregl- unni). Um það hafa verið skiptar skoðanir og ýms rök færð fram hvorri reglunni til stuðnings. Rerfsifrestuninni er það einkum talið til gildis, að málið sé tekið fastari tök- um með því að ákveða refsingu strax í dóminum heldur en að fresta því þar til dómfelldi kynni að brjóta að nýju á reynslutímanum og að það yrði dómfellda meira aðhald að vita ákveðið, hvaða refsing biði hans, svo framarlega sem hann ryfi skilorð dómsins. Aðrir halda þvi hinsvegar fram, að einmitt óvissan um, hvaða refsing bíði hans, — ef farin er hin leiðin, — verði dómfellda enn meira aðhald en vitneskjan um hina ákveðnu refsingu. Þá hefir því verið haldið fram dómsfrestuninni til styrktar, að það sé heppilegra fyrir brotamanninn að frestað sé ákvörðun refsingarinnar vegna þess, að þau úrslit máls hans hafi minni röskun á högum hans í för með sér en refsiákvörð- unin, þó skilorðsbundin sé, þ. e. a. s. komi minna óorði á hann. Ennfremur er því haldið fram, að með þessum hætti hafi dómstólarnir frjálsari hendur til að ákvarða brotamanninum réttlátari refsingu, ef það sé gert í einu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.