Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 53

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1953, Blaðsíða 53
7léttarleifar. 179 hætti að fullnægja þeirri þörf eða kröfu, að þegnarnir virði lögin. Siðareglur myndast meðal almennings, og hann hef- ur líka ýmis ráð til þess að knýja þegnana til þess að fylgja þeim reglum. Almenningsálitið hefur líka sín viðurlög gagnvart þeim, sem siðareglur þess brýtur. En ekki stendur á stöðugu um þær þarfir og þær kröfur, sem fullnægja þarf. Almenningsálit breytist og þar með einmitt álit löggjafans. Á 17. öld þótti t. d. nauðsynlegt að setja fyrirmæli um galdra og ýmiskonar f jölkynngi. Smám- saman breyttist þetta, svo að nú cr slíkt talið hégóminn cin- ber, sem löggjafinn mundi telja fyrir neðan virðingu sína að skipta sér af. Ákvæði 31. gr. tilsk. 3. júní 1746, þar sem boðið var að þeir, sem færu með rúnir og ristingar, skyldu sæta kirkjuaga, eru því nú orðið algerlega þýðingarlaus, þó að þau muni aldrei hafa verið beinlínis numin úr lögum. I ivaþólskum sið var fjórmenningum að frændsemi og mægð- um bannað að eigast, enda varðaði refsingu, ef svo skyld- ir eða mægðir komu saman að líkamslosta. 1 stóradómi var refsilöggjöfin hert mjög fyrir frændsemispell og sifjaspell allt til skyldra og mægra að þriðja og f jórða. Samfarir milli þessara aðilja vörðuðu þungri refsingu, dauðarefsingu in- um náskyldustu og námægðustu allt til 1870. Hórdómur framinn þriðja sinni varðaði og dauðarefsingu eftir stóra- dómi. Lausaleiksbrot svonefnd voru og refsiverð fram á 19. öld. Þetta hefur breytzt svo, að flestar þessar yfirsjónir eru nú algerlega refsilausar, og margar þær athafnir, sem í fyrri daga voru taldar allrefsiverðar, eru nú ekki einu sinni taldar nokkurn hlut ósiðlegar, svo sem mök systkina- barna og fjarskyldari, og því algerlega leyfilegar. Oft eru gömul lög numin berum orðum úr gildi, þegar ný lög eru sett um sama efni, eða andstæð fyrirmæli eru annars sett, sem valda brottfalli eldri ákvæða. En stund- um standa in eldri lög, eins og steingervingar, þó að þau séu alveg ósamþýðanleg hugsunarhætti almennings eða þjóðfélagsháttum, og hlátur eða jafnvel hneyksli mundi það vekja, ef einhver eftirgangssamur valdhafi tæki að beita þeim. Slík ákvæði má nefna réttarleif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.