Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1958, Síða 37
að íslenzkir lögfræðingar ættu að beita sér fyrir því, að þess yrði minnzt með hæfilegum hætti. Mætti svo lengi telja dæmi um þær menningarlegu skyldur, sem okkur lögfræðingum ber að sinna sem akademiskt menntuð- um mönnum. Eitt af því, sem stendur íslenzkum lögfræðingum mjög fyrir þrifum, er skortur á lögfræðiritum á ýmsum svið- um. Væri vel, ef almennt félag lögfræðinga gæti stuðlað að úrbótum á því, er fram líða stundir. Ýmsir lögfræð- ingar liafa t. d. lireyft því, að ýmis konar samvinna milli lögfræðinga um bókakaup og tímarita gæti komið til greina, og væri það vissulega athugunarefni fyrir fé- lagið, hvernig unnt væri að grípa á því. Að lokum vil ég benda á það, að í ýmsum löndum er komið við samtökum meðal félaga akademiskt mennt- aðra manna til þess að vinna að sameiginlegum áhuga- málum og bagsmunum akademiskt menntaðra manna — svo sem t. d. Akademikernes Fællesrád í Danmörku og SACO í Svíþjóð — og sýnist ekki vanþörf á slíkum sam- tökum hér á landi, þar sem hlutur slíkra manna er næsta rýr i ýmsum efnum og akademisk fræði njóta ekki þeirr- ar viðurkenningar sem viða erlendis. 1 frumvarpi að félagslögum, sem rætt verður hér á eftir, er það talið meðal verkefna félagsins, að stuðla að samvinnu aka- demískt menntaðra manna hér á landi, og væri vel, ef félag lögfræðinga gæti haft forystu í þessum málum. Þau verkefni, sem bíða þessa félags, mætti telja miklu fleiri og ræða rækilegar um hvert eitt. Þess mun ekki þörf, enda er það sannast mála, að þessu félagi, ef stofn- að verður, mun verða annað fremur að aldurtila en verk- efnalejrsi. Ég er þess altrúa, að íslenzkir lögfræðingar skilji það til fullnustu, að á okkur livilir sú menningar- lega skylda, að lialda uppi öflugum allsherjarfélagsskap til gagns og sæmdar fyrir íslenzka lögfræðingastétt — og okkur ætti hvorki að skorta mannafla né dug til slíks félagslegs framtaks. Tímarit lögfrœöinga 35

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.