Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Side 42

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1964, Side 42
kemur fram, að reglur voru ekki liinar söniu í Revkja- vik annars vegar og í öðrum landslilutum hins vegar. Af ákvæðum greindra tilsk. shr. 4. og 5. gr. tilsk. 1833, er ljóst, að réttarvernd gegn þriðja manni fékkst, er skjal var þinglýst. Utan Reykjavíkur gat liún þó fengizt fyrr, ef skjal var sýnt dómara, fékk áritun Iians um sýningu og loforð um þinglýsingu á næsta mann- talsþingi, enda færi þinglýsing þá fram. Skjalið skvldi og fært í afsals og „pantbréfabók“. Jafnframt var boð- ið, sbr. 6. gr., að skráð skyldi „registur“ um þinglýst skjöl. Ljóst er af 4. gr. tilsk. 1833, að það er þinglýs- ingin, sem réttarverndina veitir gegn þriðja manni, en ekki ritun á skrána. Ákvæðin um skrána eru verklags- reglur og' skrárnar, svo og vottorð úr þeim, opinber embættisskjöl, er hafa sönnunargildi, sem slík, en verða hins vegar ekki talin hafa ríkara trúgildi né verða skoðuð sem viðskiptabréf, er traustnámsreglur eigi við um. Þess var áður getið, að í 1. nr. 30/1928 er lílið um efnisreglur. í 8. gr. er þó svofellt ákvæði: „Gildi þing- lýsingar telst frá því, að skjal var afhent dómara.“ Með þessu ákvæði er Reykjavík sett á hekk með öðr- um landshlutum að því er varðar upphafstíma réttar- verndar. Þess má þó geta, að í frumvarpi að 1. 30/1928 var ákvæði um, að réttarverndin væri skilvrt því, að þinglýsing færi síðar fram. Þetta ákvæði felldi Alþingi brott. Framsögumaður taldi hreytinguna þýðingarlausa og hefði hann ekki getað komizt svo að orði, ef lögin ættu að fela í sér, að þinglýsing væri Jiaðan í frá nán- ast þýðingarlaus. Með 2. mgr. 3. gr. 1. nr. 65/1943 shr. nú 3. mgr. 3. gr. 1. nr. 98/1961, var gerð mikilsverð breyl- ing. Þar segir: „Þinglýsing svo og aflýsing er i 7. og 13. gr. 1. nr. 30/1928 getur, eru afnumdar í Revkjavík, enda hefur greinargerð um skjöl í veðmálaskrám sama gildi sem þinglýsing og aflýsing höfðu eftir nefndum laga- greinum.“ 36 Tímarit lögfrteðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.