Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 24
því tilefni, að allmargir lögþingsmenn kvörtuðu vfir löngu þinghaldi, helst vegna þess, að sýslumenn o. fl. mæti ekki á réttum tíma. 2. Skipun nefndarmanna. Jb. I,a segir að valdsmenn skyldu skipa nefndarmenn hver úr sinu þingi. 1 ákvæðinu segir ennfremur hve marga nefndarmenn skyldi nefna úr hverju þingi og hvern far- areyri þeim skyldi greiða. Farareyrir nefndarmanna var misjafn með hliðsjón af því, hve langa leið þeir áttu til þings. Svo virðist sem farareyri þeirra sex nefndarmanna, sem nefndir voru úr Múlaþingi hafi verið breytt með Al- þingisdómi árið 1584.1) Á Alþingi árið 1682 var ákveðið fast gjald til þeirra nefndarmanna, sem hvorki fengu mat né dn'kk frá sín- um sýslumönnum. 2) Þegar á þing kom áttu valdsmenn að sverja eið (sýslumannseið) að því, að þeir hefðu valið ])á nefndarmenn, sem vel þóttu til fallnir, sbr. Jb. I,i. I forsögnum er eiðstafur sýslumanna lögbókareiður, sbr. Jb. I,i.3) Þess er t. d. getið, að Einar Þorsteinsson, sýslu- maður hafi svarið sinn sýslumannseið á Alþingi árið 1657 4) og að Sigurður Jónsson hafi svarið sinn sýslu- mannseið eftir lögbók á Alþingi árið 1659 5 6) og hið sama gerði Jón Ftunólfsson, sýslumaður. °) Samkvæmt Jh. 1,2 skyldi hver sýslumaður greiða far- arevri nefndarmanna í sinni sýslu með góðum greiðskap af sínum hluta þingfararkau])s, að viðlögðum sektum. Ár- ið 1503 gekk dómur um vangreitt þingfararkaup á þá lund, að sýslumanni var gert að greiða ]iað.7) 1) A. í. II, 49. 2) A. í. VII, 592. 3) A. í. I, 9 sbr. A. í. I, 205 og 214. 4) A. í. VI, 394. 5) A. í. VI, 445. 6) A. í. VI. 447. 7) í. F. VII, 634. 18 Tímaril lugfræðinga

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.