Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 53

Tímarit lögfræðinga - 01.01.1965, Page 53
skránni og er á þá leið, að Þjóðþingið ber lagalega ábvrgð á og skyldu til að vinna að alhliða velmegun þjóðarinnar og veita hverjum einstökum þegni jafna vernd laganna. Þetta eru undirstöðuatriði náttúruréttar, og þeim hefur ekki aðeins verið haldið vakandi í vitund þjóðarinnar með dómum í málum, sem komið hafa fvrir æðstu dómstóla vora og markað þáttaskil heldur og af embættismönnum framkvæmdavaldsins, sem verða við og við að gera grein fyrir meiri háttar markmiðum á sviði stjórnmála og félagsmála, og leggja þar að lútandi tillögur fvrir þjóðþingið. Þessi skilningur á stjórnarskrá vorri hefur meira að segja mótað hugsunarhátt andlegra leiðtoga vorra svo mjög, að menn eins og Charles A. Beard hafa nefnt hana „efnahagslegt skjal“. Hann hyggir nafngift sína fyrst og fremst á lagalegri sögu stjórnarskrárinnar og athugun á því ranglæti, sem henni var ætlað að hæta úr. „The Federalist“ — greinaflokkur, sem saminn var til þess að skýra stjórnarskrána fyrir almenningi — túlk- ar hana frá efnahagslegu sjónarmiði til þess að draga fram stjórnmálakenningar hinnar nýju stjórnar. Höf- undar henda sérstaklega á, að hin ýmsu viðhorf til efna- hagslegra kenninga, sem fram koma í stjórnarskránni, voru efst í huga höfunda hennar, svo sem ljóst er af eftirfarandi atriðum: 1. Þeirri staðreynd að eignarrétti einstaklinga cr veitt sérstök vernd. 2. Náttúrleg réttindi hvers einstaklings njóta full- nægjandi verndar. 3. Að því er snertir eigna- og mannréttindi nýtur hver einstaklingur verndar gegn þeirri hættu er af stjórn meiri hlutans kann að stafa og það án þess að taka beri tillit til ríkiandi geðhrifa al- mennings eða dóms fjöldans. 1 ljósi þcssara stjórnarskrárákvæða hafa öll svonefnd mannréltindamál vor vcrið úrskurðuð og mannréttinda- Tímarit löyfrœðinga 47

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.