Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1968, Síða 40
ákvæðanna reglur, sem takmarka svo að orð sé á gerandi löggjafarvald Alþingis. Það sem í stjórnarskránni stend- ur um atvinnufrelsi, framfærslurétt og menntunarrétt eru fyrst og fremst stefnuyfirlýsingar, sem Alþingi er raunar ætlað að framfylgja, en með þeim hætti, er það kýs. Áður en lengra er haldið, er rétt að staldra við og spyrja, hvort í 6. og 7. kafla stjómarskrárinnar séu talin öll þau mannréttindi, sem Islendingar njóta. Svarið fer eftir þvi, hvaða merking er lögð í orðið mannréttindi. Til eru önnur stjórnarskrárákvæði, þar sem ræðir um rétl okkar til að stjórna sjálf landinu, fyrst og fremst með því að kjósa forseta lýðveldisins og alþingismenn. Þá segir, að dómendur skeri úr ágreiningi um embættistakmörk yfirvalda og að dómendur skuli i embættisverkum sín- um einungis fara eftir lögum. Einnig eru i stjórnar- skránni ákvæði, sem stuðla að því, að til séu í landinu sjálfstæð sveitarfélög og óháðir dómstólar. Allt varðar þetta mikilvæg réttindi, og bæði í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og sáttmála Evrópuráðsins er það talið meðal mannréttinda, að kostur sé á þátttöku í landsstjóm og athvarfi hjá dómstólum. Getum við hiklaust bætt ákvæð- um stjórnarskrárinnar um almennar kosningar og dóm- stóla við skrá okkar um mannréttindi á Islandi. Rétt er og að minna á það, að í almennum lögum frá Alþingi eru ákvæði um mannréttindi. Þannig segir i lög- um nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins 3. gr.: ,„Konur og karlar hafa jafnan rétt til opin- berra starfa og til sömu launa fyrir sömu störf“. I 108. grein laga nr. 82/1961 um meðferð opinberra mála segir: „Sönnunarbyrði um sekt sökunauts og atvik, sem telja má honum til óhags, hvílir á ákæruvald- inu“. I 35. grein laga nr. 39/1921 um stofnun og slit hjúskapar segir: „Vígslumaður spyr brúðhjónin hvort fyrir sig, hvort þau vilji eigast, og lýsir þau hjón, er þau hafa játað því“. 1 þessu síðastnefnda ákvæði felst, að það er ekki nóg að spyrja til dæmis föður brúðarinnar, 100 Tímarit lögfræðinga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.