Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 46

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1974, Side 46
1 hinum dómnum var það háseti á sama skipi, sem krafði B. bóta fyrir atvinnutjón frá 30. mars til vertíðarloka, en hann kom með skip- inu hingað til lands í umrætt skipti og skráðist úr skiprúmi daginn eftir. Um kröfu hans segir í dómnum: „Fram er komið í málinu, að Guðmundi Ibsenssyni, sem ráðinn hafði verið skipstjóri v/b Sæfara KE-52 á vetrarvertíð 1956, var af forráðamönnum skipsins falið að ráða áhöfn þess, og hefur Guðmundur vottað, að hann hafi ráðið stefnda háseta á þá vertíð. Eins og í héraðsdómi gi’einir, kom v/b Sæfari frá Svíþjóð til Keflavíkur 30. mars 1956. Daginn eftir skráðist stefndi úr skiprúmi, enda leitaði áfrýjandi, Trausti Jónsson, sem um þær mundir var að festa kaup á skipinu, eigi eftir því við stefnda, að hann yrði á skipinu áfram. Samkvæmt þessu og forsendum héraðsdóms að öðru leyti öðlaðist stefndi á hendur útgerð skipsins rétt til fébóta, sem tryggðar voru með sjóveðrétti í skipinu samkvæmt 236. gr. laga nr. 56/1914.“ Á þessum tíma hafði 40. gr. sjómannalaga enn ekki verið breytt. Þrátt fyrir það taldi Hæstiréttur honum rétt að ganga úr skiprúmi og krefjast bóta af húsbændum sínum, er hinn nýi eig- andi skipsins leitaði ekki sérstaklega eftir því við hann að vera áfram á skipinu. Hjá sumum erlendum fræðimönnum, svo sem Christian Borchsen- ius, kemur fram sú skoðun, að í stærri fyrirtækjum, þar sem persónu- legt samband eiganda og óbreyttra starfsmanna sé lítið sem ekkert, en fulltrúar hans og verkstjórar annast öll samskipti við verkamenn, skipti það ekki máli fyrir þá, hver húsbóndinn sé, og því sé ekki ástæða til að viðurkenna rétt starfsmanna til fyrirvaralausrar lausnar úr starfi við eigendaskipti að slíkum fyrirtækjum. Þessi skoðun virðist ekki fá samrýmst dómnum í máli hásetans, sem ég var að enda við að rekja. Persónuleg samskipti útgerðarmanns og háseta á skipi hans eru yfirleitt síst meiri en vinnuveitanda í landi við starfsfólk sitt. I 35. gr. sjómannalaga er að finna svohljóðandi ákvæði: „Ef skip- verji sannar, að hann eigi kost á að verða skipstjóri, stýrimaður eða vélstjóri, eða að hann eigi kost á æðri stýrimanns- eða vélstjórastöðu en hann þá er í, eða að ástæður hans hafi breyst svo frá því hann réðist á skipið, að það sé velferðarmál fyrir hann að geta losnað úr skiprúminu, þá á hann rétt á að krefjast lausnar, ef hann fær annan dugandi mann í sinn stað, og auki það ekki útgerðarmanni kostnað." Hér er um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu, að verka- maður geti ekki sett annan í sinn stað nema samþykki vinnuveitanda komi til. Væntanlega kæmi til greina að beita ákvæðinu með lögjöfn- un um hliðstæð atvik í landi. 108

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.