Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 8
Eggert var skipaður í ríkisskattanefnd árið 1972 og gegndi þar sem endra- nær störfum af hinni mestu prýði. Mér fannst hin síðari ár sem hann væri allur að færast I aukana, og sannfærður var ég um, að til hans yrði leitað i ríkara mæli og hans hlyti að bíða auknar sæmdir, svo fremi sem hann fýsti að þiggja, en dauðinn klippti á allt slíkt. Ég hygg, að hann hafi ekki verið mikill félagshyggjumaður, a. m. k. ekki í þeirri veru, að hann sæktist eftir að vera í hinum ýmsu félögum og klúbb- um, svo sem nú er aldarhátturinn. Varð ég ekki var við, að hann gæfi sig mikið að félagsstörfum. Hann átti þó sæti um skeið bæði í stjórn Félags endurskoðenda og Lögmannafélags Islands. Eggert var mikill útilífsmaður. Ferðaðist hann mjög í fríum sínum á hestum um landið, og þá gjarna um hálendi Islands. „Fjallaferð á gæðingum með tjöld og nesti var sumargleði okkar,“ segir einn vina hans, er mælti eftir hann í Morgunblaðinu 21. desember 1974. Eggert vakti snemma athygli samferðamanna sinna sakir skerpu og skýr- leika, alúðlegrar og hlýrrar framkomu, stillingar og geðprýði. I fyrrnefndu Rit- safni Bólu-Hjálmars segir í sögubroti af Oddi Gunnarssyni á Dagverðareyri, forföður Eggerts, að Oddur hafi þótt „afar tryggur og staðfastur og frænd- ræknasti maður ...“. Þessar eigindir allar, er Hjálmar eignar Oddi, skiluðu sér til Eggerts f rikum mæli. Eggert var hinn drengilegasti maður. Hann hafði góða nærveru. Eggert kvæntist árið 1954 Bjö.rgu, dóttur hjónanna Valgeirs hafnarstjóra í Reykjavik Björnssonar og Evu, dóttur Thomas Borgen, læknis í Osló. Norski rithöfundurinn Johan Borgen, sem margir hérlendis kannast við, og frú Eva eru bræðrabörn. Þau hjón, Eggert og Björg, voru sérstaklega samrýmd og samhent, þannig að fágætt mátti teljast. Björg var manni sínum alla tíð hin mesta stoð og stytta, ekki síst síðustu mánuðina, sem hann lifði. Ég votta frú Björgu og öðrum aðstandendum Eggerts Kristjánssonar samúð. GuSm. Ingvi Sigurðsson Ath.: I minningargrein um Einar Baldvin Guðmundsson hrl. í 2. hefti 1974 mis- ritaðist dánardægur hans. Hið rétta er, að hann andaðist 4. febrúar 1974. 182
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.