Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 40
Skipulag sambandsins Sambandið er byggt upp af aðildarfélögum. Þau eru 24 að tölu, og rúm- lega 5.000 félagsmenn þeirra eiga aðild að sambandinu. Að auki eru í sam- bandinu 3 laganemafélög, sem í eru um 2.500 stúdentar, er hafa sérstaka stöðu í sambandinu. Lögfræðingar í starfi velja sér félög eftir því, hvert starf þeirra er. Eru sérstök félög fyrir dómara, stjórnsýslumenn o.s.frv. Full- trúar þessara félaga koma saman á sambandsþingi, og það kýs 15 manna sambandsstjórn. Daglega starfsemi annast sambandsskrifstofan, en þar vinna nú 16 manns í fullu starfi. Þar að auki eru 5 manns í hlutastörfum við viss út- gáfuverkefni. Fiest aðildarfélaganna skiptast í deildir eftir landshlutum. Að auki hefur sambandið sína eigin umboðsmenn á 16 stöðum. Þeir eru ólaunaðir, en sam- bandið greiðir útlagðan kostnað. Helstu þættir starfseminnar Drjúgur hluti starfseminnar varðar meðferð launamála lögfræðinga. M.a. hefur sambandsstjórnin gefið út tilmæli um lágmarkslaun stéttarinnar. Samn- ingar um launamál við hið opinbera fara annaðhvort fram milliliðalaust eða á vegum þeirra heildarsamtaka, sem lögfræðingasambandið á aðild að, Akava. Eru það heildarsamtök manna með háskólapróf, og lögfræðingasam- bandið er eitt af stærstu aðilum að því. í Akava eru nú um 70.000 manns. Lögfræðingasamband Finnlands hefur komið á fót styrktarsjóði til að treysta stöðu sína sem heildarsamtaka stéttarinnar við samningaviðræður um launa- mál og til að reyna að koma fyrirfram í veg fyrir átök. Fræðslumiðstöð sambandsins var sett á fót 1970. Hún leitast við að stuðla að símenntun lögfræðinga með því að skipuleggja námskeið og seminör um ýmis lögfræðileg efni. Til að gefa hugmynd um þessa starfsemi má nefna, að 1973 voru fræðsludagarnir alls 1.500, þ. e. margfeidið af þátttakendum og dögunum, er þeir voru við nám. Að auki hefur sambandið útgáfustarfsemi með höndum. Það gefur m.a. árlega út lagasafnið „Suomen Laki“, þar sem laga- textarnir eru á finnsku. Fyrri hlutinn og síðari hlutinn koma út til skiptis. i fyrri hlutanum eru almenn lög, en í þeim síðari lög um ríkisréttarleg efni. Þá gefur sambandið út „Finlands Lag“, lagatexta á sænsku, fimmta hvert ár. Samband- ið gefur ennfremur út sérprentanir ýmissa hluta lagasafnsins. Finlands Jurist- förbund Förlag Ab var stofnað 1958. Það gefur út lögfræðileg verk, sem sum hver eru ætluð fleiri en lögfræðingum. Árið 1973 komu út hjá forlaginu og dótt- urfyrirtæki um 50.000 eintök af lögfræðiritum. Sambandið leggur grundvöll að starfi sínu í þágu lögfræðinga, þ. á m. hags- munagæslu á vinnumarkaðinum, með því að standa fyrir könnunum og skýrslugerð. Af þeim má nefna skýrslur um væntanlegt framboð af lögfræð- ingum og eftirspurn eftir þeim og um laun lögfræðinga, sem starfa hjá einka- aðilum. Lögfræðingasambandið hefur einnig með höndun vinnumiðlun, sem bendir félagsmönnum í aðildarfélögunum án endurgjalds á lausar stöður og laganemum á menntunarstöður. Vinnumiðlunin fer fram eftir leyfi frá hinu opin- bera. Sambandið á auk þessa frumkvæðið að ýmsu, sem haft getur áhrif á þróunina á lagasviðinu í þjóðfélaginu og gefur út opinberar yfirlýsingar hér að lútandi. Er tilgangurinn sá að vekja athygli á þróun lagasetningar í Finnlandi og 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.