Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1974, Blaðsíða 13
hún er upp lesin, að þeim lögmanni, sem hefur leitt vitni, og raunar hinum líka, er ljóst, hvað bókað hefur verið. Er þá undir hælinn lagt, hve ánægðir menn eru með bókanirnar, en leiðréttingar á fyrri bók- unum stundum örðugar. Þykir þá veist að nákvæmni og réttsýni dóm- ara, auk hins, að síðbúnar breytingar á skýrslu gefa til kynna óáreið- anleik og óskírleik skýrslugjafa. Virðist sem setja þurfi mun skýrari ákvæði um stöðu lögmanna og dómara í málum. Annað atriði vil ég nefna í sambandi við málsmeðferð, sem ég tel afar miklu skipta. Störf dómstóla við almenn einkamál eru að mínu mati einkum tvíþætt. Annars vegar er um að ræða gagnasöfnun með hlutdeild lögmanna, sem oft má ljúka á einum til þremur starfs- dögum. Hins vegar er munnlegur flutningur mála sem oft tekur stutt- an tíma, fáar klukkustundir. Loks er það, sem er aðalstarf dóm- ara, þ.e. samning dóms, er telja verður tímafrekasta starf dómarans og vandasamasta. Samning dóms tekur gjarnan nokkra daga og stund- um vikur. Ástæða er til að gera miklu gleggri skil milli þessara þátta en nú er gert. Ástæða væri að þrautkanna sáttamöguleika, eftir að gagnaöflun fyrir dómi er lokið, en fyrir munnlegan flutning. Þá er einnig að nokkru eðlilegri tími til rökstuðnings krafna, þegar gagna- öflun er lokið, heldur en áður en henni er í verulegum atriðum lokið, þ. e. í upphafi máls eins og nú er krafist. Til þess ætti ekki að þurfa að koma nema í mun færri tilvikum en nú tíðkast. Lögmenn ættu við lok gagnaöflunar að geta mun betur en í upphafi máls sagt fyrir um sennilega niðurstöðu þess og gert sátt með tilliti til þess. Er því mögulegt, að með þessu mætti létta miklu starfi af dómurum. Til að stuðla enn frekar að sáttum, auk reglna sem tryggja betur en verið hefur greiðslu þess sem tapar máli á málskostnaði, kemur til álita að taka þóknun fyrir dómstörf. Gæti það t. d. verið í þeim til- vikum að málssókn eða vörn virðist hafa verið algerlega tilefnislaus. Þó ætti aðeins að taka greiðslu fyrir þann þátt, er varðar samningu dóms. Mér er ljóst, að segja mætti með nokkrum rétti, ef af þessu yrði að um afturför væri að ræða í réttarfari okkar. En hitt er í huga mínum enn verra, ef ókeypis þjónusta dómstóla, lágur dæmdur máls- kostnaður og ör verðbólga veldur því, að hagkvæmt er að halda uppi málþófi fyrir dómstólum, vegna þess að þar er tekið linlega á málum. Tekjum, sem ríkinu áskotnuðust fyrir dómstörf, væri eðlilegt að veita til gjafsóknar- og gjafvai’narmála, en slíkar greiðslur væri æski- legt að auka. Til viðbótar breytingum á löggjöf um dómsmál þarf að huga að rekstrarlegum atriðum, svo sem að fylgjast með, að starfsmenn rétt- 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.