Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1975, Page 5
á þessu sviði, að hugmyndir um lýðræði eru í sífelldri endurskoðun og mótun. Segja má, að hér sé stofnun embættis umboðsmanns Alþingis mikilvægt at- riði, en samband þings og embættismanna að öðru leyti skiptir einnig máli, svo og hlutverk nefnda og starfsmannaráða. Um þetta geta menn haft ýmsar hugmyndir, en þær hugmyndir þarf að ræða og meta. Hér er ekki staður til að tíunda það, sem á undanförnum árum hefur verið gert til að bæta stjórnsýsluna. Vissulega hefur margt verið gert. Lögin um ríkisbókhald, gerð ríkisreiknings og fjárlaga frá 1966 og lögin um Stjórnarráð íslands frá árinu 1969 komu til dæmis fastara sniði á stjórnkerfið. Ýmsu hefur verið breytt til meira réttaröryggis við endurskoðanir á skattalögunum og barnaverndarlögunum á síðustu 10 árum eða svo. Þetta og sitthvað fleira er góðra gjalda vert. En betur má, ef duga skal. Þó að ekki sé unnt að fara mörgum orðum um hinar helstu réttarbætur, sem höfundur þessara lína telur koma til greina að gera í stjórnsýslunni á næstunni, skal hér vikið að þeim nokkrum orðum, aðallega til umhugsunar og upprifjunar. Fyrst er þar að nefna umboðsmann Alþingis. Þá má benda á aukna virkni Alþingis að öðru leyti, e. t. v. eftir fyrirmynd frá Danmörku, þar sem sett hafa verið í þingsköp nýjar reglur um spurningatíma og um fasta- nefndir þingmanna. Hlutverk annarra, sem beint eða óbeint mega kallast lýð- kjörnir, er einnig æskilegt að skoða, t. d. sveitarstjórnarmanna og nefndar- manna ýmissa. Þá væri heppilegt að gera ráðstafanir til að dómstólarnir störf- uðu betur að stjórnsýslumálum. Þó að varla komi til mála að stofna hér í næstu framtíð almenna stjórnsýsludómstóla, mætti hugleiða, hvort sérstakar reglur um meðdómendur í almennum dómstólum gætu gert gagn, svo og meiri frumkvæðisskylda dómara á þessu sviði og aukin heimild til að fjalla í dómi um matsatriði. Undirritaður telur almennar reglur um málsmeðferð hjá handhöfum framkvæmdarvalds æskilegar. Játa verður þó, að þar eru mörg vafatriði. Þyki þau við nánari athugun, sem fram þyrfti að fara, fleiri en svo, að úr þeim verði greitt innan hæfilegs frests, sýnist heppilegt að ráðast í lagasmíð um einstök, en þó mikilvæg atriði. Þau ættu bæði að snerta réttar- öryggi einstaklinganna og hið innra starf handhafa framkvæmdarvalds. Dæmi um atriði, sem æskilegt er að fá lög um, eru hæfi eða vanhæfi handhafa framkvæmdavalds til meðferðar einstakra mála, stjórnleg kæra, valdframsal innan stjórnsýslunnar og réttur borgara til að leggja mál strax fyrir æðri stjórn- völd. Einnig þyrfti að vera Ijósara en nú er, hvaða reglur skuli gilda um upp- lýsingaskyldu og aðstoðarskyldu stjórnvalda. Um hið innra starf handhafa framkvæmdarvalds vantar t. d. reglur um sjálfstæði embættismanna og nefnda, sem e. t. v. mætti setja almennar reglur um, heimildir til að koma fram út á við í ýmsum samböndum og stöðu ríkisstjórnarinnar sem nefndar gagnvart einstökum ráðherrum, en það atriði virðist hafa verið að breytast fyrir réttar- venju undanfarið. Hér er með öðrum orðum að mörgu að hyggja. Þór Vilhjálmsson 143

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.