Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Qupperneq 22
Jónatan Þórmundsson, „Nýjar stefnur í refsilöggjöf", Tímarit lögfr., 2. hefti 1975, bls. 62—77. Það gleymist oft að íhuga, hvernig mismunandi tegundir viðurlaga horfa við þolandanum, fanganum. Mörg þeirra viðurlaga, sem byggjast eiga á félagslegri og sálfræðilegri aðstoð eða meðferð, eru ýmist ótíma- bundin eða hálftímabundin úrræði. Vistmanni er lítt skiljanlegt, hvers hann á að gjalda að sitja langtímum saman á hæli fyrir nokkur áfeng- islagabrot eða smástuldi, í óvissu um lausn, á meðan stórþjófur eða nauðgari afplánar skamma fangelsisvist. Hér er það sem réttlætis- kennd fangans vaknar, tilfinningin fyrir hinu óljósa jafnvægi milli afbrots og viðurlaga, einkum tímalengdar þeirra. Fangelsið og hið frjálsa samfélag utan þess eru tveir ólíkir heimar. Það er yfirlýst stefna þjóðfélagsins að vinna fangana aftur á sitt band og gera þá að nýtum og löghlýðnum borgurum. En því aðeins eru líkur fyrir árangri, að nokkuð verði dregið úr þeim reginmun, sem er á þess- um tveimur samfélögum. Fangar búa í gervisamfélagi, sem lítt er hæft til að laga þá aftur að eðlilegum sambýlisháttum. Þeir koma aftur með niðurbælda þá þætti persónuleikans, sem þroskast best við sam- veru fjölskyldu og vina. Hin víðtæka frelsisskerðing hefur fært þá nokkur þrep aftur á bak í þroskaferli einstaklingsins. Ráðið til að sporna við slíkri afturför virðist helst vera það að færa fangelsið í aukn- um mæli út í þjóðfélagið. Má í því sambandi minna á stefnu Ólafs Stef- ánssonar stiftamtmanns við stjórn hegningarhússins á Arnarhóli á síðasta áratug 18. aldar. Ólafur stiftamtmaður vildi sníða fangavistina sem mest í líkingu við hætti og störf á góðum og reglusömum íslensk- um heimilum. Bústjórn og hagnýting vinnuafls í hegningarhúsinu áttu að vera nijög á sama veg. Fangarnir áttu að stunda þá vinnu, er gæfi bestan arð, karlmennirnir róðra, bæði að heiman og úr öðrum veiði- stöðvum. Til þess að tímanum væri ekki eytt að óþörfu, voru nýdæmdir sakamenn stundum sendir beina leið frá sýslumönnum í skiprúm suður með sjó, eftir boði stiftamtmanns. Var ráðning fanganna með tvennu móti. Annaðhvort voru þeir ráðnir upp á hlut, en það var fremur fá- títt, eða gegn fyrirfram ákveðnu vertíðarkaupi. Þegar karlfangar voru heima, unnu þeir á eyrinni, ef þess var kostur, eða að moldar- og grjót- vinnu við garðhleðslur og húsagerð, en kvenfangar unnu að tóskap, sbr. Björn Þórðarson, Refsivist á Tslandi, bls. 83—84. 16

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.