Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Side 25
ast rimlar fyrir gluggum á Litla-Hrauni óþarfir, enda fremur auðvelt að strjúka eftir öðrum leiðum, eins og dæmin sanna. Rimlar eru þar vart annað en sýnilegt tákn ófrelsis, sem e.t.v. veitir íbúum í nágrenn- inu einhverja (ímyndaða) öryggiskennd. Vinnulaun fanga virðast skammarlega lág. Til þess liggja þó ýmsar gildar ástæður, sem síðar verður getið. VIII. MEÐFERÐ FANGA OG AÐBtJNAÐUR. Fæstum blandast víst hugur um nú orðið, að fangavist hafi skaðleg áhrif á fanga og sálarlíf þeirra. Fangavist er neyðarúrræði, sem að- eins ætti að grípa til, þegar ekki er annarra kosta völ, sbr. greinargerð alm. hgl., sérprentun 1961, bls. 72. Er þá fyrir öllu að haga þessai’i vist svo, að sem mest sé dregið úr hinum skaðlegu áhrifum og þess freistað að hafa uppbyggjandi áhrif á fanga, félagslega og sálrænt. I íslenskum lögum er hvergi að finna lýsingu á markmiðum refsivistar, svo sem er í norsku fangelsalögunum nr. 7/1958, 14. gr.: „De innsatte skal behandles med fasthet og alvor og slik at deres muligheter for tilpasning i samfunnet sokes fremmet. Skadelige virkninger av frihets- berovelsen skal sá vidt mulig forebygges eller botes pá“. Svo áhrifarík er frelsisskerðingin sjálf fyrir flesta menn, að lítil ástæða er til að óttast, að svo vel verði búið að föngum í vistinni, að verulegt skarð sé höggvið í varnaðaráhrif refsivistar, að svo miklu leyti sem þeim er til að dreifa. Ekki verður heldur séð, að sú flekkun (stigma), sem refsivist fylgir, hafi minnkað til muna. Tukthússtimpillinn loðir enn við menn, eftir að þeir eru lausir, t.d. þegar sótt er um vinnu. Ætla verður, að meira umburðarlyndi ríki þó hér á landi en áður og kannski meira en víðast annars staðar. Loks ber að hafa í huga, að refsivist er að sumu leyti tilfinnanlegri nú en áður var, þegar tillit er tekið til breyttra tíma í hinu frjálsa samfélagi. Lífskjör, þ. á m. öll félagsleg þjónusta, eru stórum betri, vinnuálag hóflegra og vinnuskilyrði gjör- breytt, frístundir eru lengri og fjölbreyttari. Munurinn á fangelsi og hinu frjálsa samfélagi hefur jafnvel aukist og fangavist er því þung- bærari en áður þrátt fyrir aukin þægindi og sérfræðiþj ónustu í fang- elsum, sbr. Nils Christie, „Changes in Penal Values“, Scandinavian Studies in Criminology 2, bls. 161—72. 1) Menntun. í 36. gr. hgl. er gert ráð fyrir kennslu og fyrirlestrum handa föngum. Að því er varðar fanga, sem dæmdir eru innan 22 ára aldurs, er tekið fram í 43. gr. laganna, að leggja skuli sérstaka stund á að efla andlegan og líkamlegan þroska þeirra með kennslu, líkams- 19

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.