Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1978, Síða 29
Fangelsisstjórnin getur eftir tillögum fangelsislæknis ákveðið föngum, sem sökum aldurs, veiklunar eða af öðrum ástæðum þarfnast sérstakr- ar aðbúðar, sérstakt mataræði og annan aðbúnað um tíma, sjá 2. mgr. 38. gr. hgl. 1 vinnuhælinu á Litla-Hrauni er sjúkrastofa, sbr. 4. gr. rgj. Þar fer fram læknisskoðun fanga. Læknir skoðar fanga a.m.k. einu sinni í mán- uði, og úrskurðar hann í einu og öllu um heilsufar þeirra. 1 reynd koma læknir og hjúkrunarkona einu sinni á viku á vinnuhælið og oftar ef þörf krefur. Nákvæm skoðun fer fram í upphafi á öllu heilsufari fanga. Skal læknir úrskurða, hvort fangi sé hæfur til afplánunar á vinnuhæli. Fangar eiga rétt á ókeypis læknishjálp frá læknum vinnuhælisins, sára- umbúðum og sótthreinsunarlyfjum, sbr. 20., 36. og 38.—40. gr. rgj. 150/1968 og 16. gi’. rgj. 260/1957. 1 36. gr. hgl. er gert ráð fyrir, að fangar hlýði á guðsþjónustur. Þegar guðsþjónusta fer fram í vinnuhælinu á Litla-Hrauni, skal gefa föngum kost á að vera viðstaddir, sbr. 2. mgr. 48. gr. rgj. 150/1968. Fari það í bága við trúarbrögð fanga að vinna tiltekna daga, getur fangelsis- stjóri leyst þá frá vinnuskyldu þá daga gegn því, að þeir fullnægi henni á annan hátt, sjá 3. mgr. 48. gr. reglugerðarinnar. Fyrir nokkrum árum var ráðinn til starfa sérstakur fangaprestur. Auk venjulegrar prests- þjónustu innir hann af hendi mikilsvert sálgæslustarf. Er það m.a. fólgið í réglulegum heimsóknum, viðtölum við fanga, ýmiss konar að- stoð við þá og útvegun efnis til fræðslu og dægrastyttingar. Um rétt fanga til bóta úr almannatryggingum eru tvö sérákvæði í 1. 67/1971. Allar bætur falla niður skv. 59. gr., ef bótaþegi er dæmdur til fangelsisvistar eða á annan hátt úrskurðaður til dvalar á stofnun, þó einungis meðan hann dvelst í nauðungarvist. Tryggingastofnunin getur þó ákveðið að greiða bæturnar, eða hluta af þeim, konu hans (sic) og börnum eða einhverjum þriðja aðila, sem sér um, að bæturnar komi þeim að sem mestu gagni. Brottfall bótaréttar er sjaldgæft í reynd. Skv. 3. mgr. 14. gr. laganna getur tryggingaráð ákveðið að greiða barnalífeyri með barni manns, sem sætir gæslu- eða refsivist, enda hafi vistin varað a.m.k. þrjá mánuði. Heimildin er ekki einskorðuð við meðlagsskylda fanga. Ef tryggingaráð notar ekki heimild þessa, má beita úrræðum 5. gr. 1. 54/1971 gagnvart meðlagsskyldum föngum eins og öðrum, einkum þó er þeir losna úr afplánun refsivistar. Á undan- förnum árum hefur aflögufærum föngum á Litla-Hrauni verið gert að greiða meðlag með börnum sínum. Þessi ráðstöfun mætti nokkurri andstöðu fanga til að byrja með, enda höfðu mai’gir fanganna verið hirðulausir um slíkar skyldur, meðan þeir nutu frelsis. 23

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.