Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Qupperneq 61

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1979, Qupperneq 61
skilnað dómsvalds og framkvæmdavalds. Lýsti hann hugmyndum sínum í þessu efni miðað við óbreytt ástand og við lögréttuhugmyndina. Niðurstaða Böðvars var í stórum dráttum sú að viðhalda bæri núverandi skipan a.m.k. utan Reykja- víkursvæðisins, en með ýmsum breytingum sem hann taldi til bóta. Hófust nú almennar umræður og tóku þessi til máls: Stefán Már Stefánsson prófessor, Halldór Þorbjörnsson yfirsakadómari, Þór Vilhjálmsson hæstaréttar- dómari, sem fyrst beindi fyrirspurnum til Mogens Hornslets, er svaraði að bragði , Friðgeir Björnsson borgardómari, Auður Þorbergsdóttir borgardómari, Eiríkur Tómassan aðstoðarmaður dómsmálaráðherra og þá frummælendurnir Björn, Magnús og Böðvar. Að lokum tók Ármann Snævarr hæstaréttardómari til máls og fjallaði um umræður dagsins og vék sérstaklega að máli frummælenda. Síðan dró Ármann saman það sem hann taldi helst hafa komið fram og lagði áherslu á það, sem ýmsir höfðu nefnt, að nú væri komið að því að taka þyrfti ákvörðun um hvert stefna skyldi í þessu máli. Málþinginu var slitið kl. 17. Þátttakendur voru liðlega þrjátíu, þar af nokkrir dómarafulltrúar en þeim var boðin þátttaka. Tókst þingið í alla staði vel. Daginn áður kl. 17.15 gengust Dómarafélag íslands og Lögfræðingafélag islands fyrir sameiginlegum fundi í Lögbergi. Frummælandi þar var Mogens Hornslet, og flutti hann erindi um skipun ákæruvaldsins í Danmörku og hug- myndir um breytingar. Erindi þetta var mjög glöggt og ítarlegt og vel flutt. Fundarmenn voru nálægt 40 talsins og gerðu góðan róm að máli Hornslets dómara. Mogens Hornslet er 46 ára gamall. Hann lauk embættisprófi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1954 með mjög hárri einkunn, þá aðeins 21 árs gamall. Vakti námsárangur hans athygli í Danmörku. Eftir prófið gerðist hann fulltrúi í dómsmálaráðuneytinu og var þar í 16 ár. Á þeim tíma var hann oft dómari í viðlögum úti á landi. Árið 1970 var hann skipaður ,,statsadvokat“ við embætti ríkissaksóknara og gegndi því starfi í 6 ár. Fyrir rúmum tveimur árum var hann skipaður dómari við 0stre Landsret, en hafði áður verið settur í þá stöðu nokkra hríð. Mogens Hornslet var lektor í refsirétti við lagadeild Kaupmannahafnarhá- skóla um 11 ára skeið. Hann hefur skrifað tvær bækur um sifjaréttarmálefni (Ægteskabsloven — Kommentar ásamt öðrum höfundi og Adoptionsloven — Kommentar). Ólafur St. Sigurðsson. AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1979 Aðalfundur Dómarafélags íslands 1979 var haldinn dagana 8. og 9. nóvem- ber s.l. í Tollhúsinu í Reykjavík. Formaður félagsins, dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari, flutti skýrslu um starfsemina undanfarið ár. Skýrði hann frá því m.a., að félagið hefði geng- ist fyrir málþingi s.l. vor um dómstólaskipunina og hugmyndir um breytingar á henni, tengsl við samtök dómara á Norðurlöndum efld og hugað að fekara sambandi við dómarasamtök í öðrum löndum svo sem í Englandi, Þýskalandi 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.