Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 58

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 58
Frá Lögmannafélagi íslanfls UM STARFSEMI LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS STARFSÁRIÐ 1984-1985 Aðalfundur L.M.F.Í. var haldinn 29. mars s.l. Formaður, Jón Steinar Gunn- laugsson hrl., minntist í upphafi látinna félagsmanna, þeirra Birgis Ásgeirsson- ar hdl., Einars Viðars hrl., Héðins Finnbogasonar hdl., Kristjáns Eiríkssonar hrl. og Þórhalls Sæmundssonar hrl. Fundarmenn risu úr sætum til að votta hinum látnu félögum virðingu sína. Á starfsárinu voru haldnir félagsfundir sem hér segir: Hinn 28. sept. stóð félagið fyrir fundi um Mannréttindasáttmála Evrópu í Átthagasal Hótel Sögu. Fyrirlesarar voru fjórir, þar af þrír erlendir lögfræðingar, starfsmenn Evrópu- ráðsins. 5. okt. var haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti. Formaður hafði þar framsögu um hugsanlegar breytingar á auglýsingareglum í Codex Ethicus. 23. nóv. var haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti. Stefán Már Stefánsson, prófessor, hafði þar framsögu um „Nýjar hugmyndir um meðferð gerðardóms- mála“. Enn var haldinn hádegisverðarfundur í Þingholti 14. des. Benedikt Blöndal hrl. ræddi almennt um störf lögmanna. Hinn 24. jan. var haldinn fé- lagsfundur í húsakynnum félagsins að Álftamýri 9. Stefán Pálsson hrl. hafði framsögu um gjaldskrármál. 14. febrúar var haldinn félagsfundur að Álftamýri 9. Fundarefni var „Skiptastjórn í þrotabúum“. Frummælendur voru Ragnar H. Hall, borgarfógeti, og Eiríkur Tómasson hrl. Félaginu bárust 14 erindi, þar sem stjórnin var beðin umsagnar um leyfis- umsóknir til málflutnings fyrir héraðsdómi. Stjórnin mælti með 10 umsóknum og ákvað að mæla ekki gegn 4 umsóknum, en þar var um að ræða lögfræð- inga í opinberu starfi, sem ber að afhenda dómsmálaráðuneytinu málflutn- ingsleyfi sín meðan þeir gegna því. Nýir félagar Lögmannafélagsins, sem bæst hafa við frá aðalfundi 1984, voru 23 þar af 13 sem leyst hafa til sín eldri réttindi til málflutnings fyrir héraðs- dómi og hafið lögmannsstörf. Frá aðalfundi 1984 fengu 4 héraðsdómslögmenn réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti. Af félagaskrá féllu 13, þar af létust 5, eins og áður greinir, en flestir hinna voru að eigin ósk teknir af félagaskrá, enda stunda þeir eng- in lögmannsstörf. Félagar eru nú alls 275, eða 10 fleiri en á aðalfundi 1984. Héraðsdómslög- menn eru 162 og hæstaréttarlögmenn 112. Þá er einn félagsmaður lögfræð- ingur án lögmannsréttinda. Heiðursfélagi er Rannveig Þorsteinsdóttir hrl. 13 félagsmenn eru 70 ára og eldri og eru þeir lausir undan skyldu til greiðslu árgjalda. 128
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.