Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1985, Blaðsíða 36
Þannig er slíkur flutningur heimill samkvæmt 2. tölul. 21. gr. á samkomum, sem stofnað er til í góðgerðaskyni, til almenns mannfagn- aðar, til kynningar á menntum og menningu eða til styrktar málefn- um, sem að öðru leyti miða að almannaheill, enda komi ekki þóknun fyrir flutninginn. I öðru lagi er þess háttar flutningur heimill samkvæmt 3. tölul. 21. gr. á mannfundum, sem ekki er stofnað til í atvinnuskyni eða ávinn- ings, svo sem á samkomum skóla eða félaga, enda sé ekki g'reitt fyrir flutninginn og aðgangseyrir ekki hærri en svarar beinum kostnaði. Telja verður, að umrædd heimild sé þeim takmörkum bundin, að flutningur verks megi ekki vera verulegt atriði þeirrar samkomu, sem um er að ræða? enda þótt ekki sé kveðið skýrt á um það í umræddum ákvæðum 21. gr. 1 samsvarandi ákvæðum dönsku höfl. er tekið af skarið, að flutningur megi ekki vera „det væsentlige ved den pá- gældende foranstaltning." 7.13. Afnotakvöð í þarfir guðsþjónustu og annarra kirkjulegra embættisathafna. Samkvæmt 4. tölul. 21. gr. höfl. er heimill opinber flutningur bók- menntaverks eða tónverks, sem út hefur verið gefið og ekki er leik- sviðsverk, við guðsþjónustu og aðrar kirkjulegar embættisathafnir. Höfundur á rétt til þóknunar eftir reglum, sem menntamálaráðherra setur, sbr. nú reglur nr. 232/1974. 7.14. Eintakagerð og birting opinberra umræðna og gagna samkv. 22. gr. höfl. Með nánari skilyrðum og takmörkunum, er greinir í 22. gr. höfl., er heimil eintakagerð og birting umræðna og gagna frá opinberum full- trúasamkomum, opnum dómþingum og almennum umræðufundum um almenna hágsmuni. Samkvæmt 1. málsgr. 22. gr. er heimil prentun, upptaka á hljóðrit og önnur eintakagerð og birting á umræðum, sem fram fara í heyr- anda hljóði á opinberum fulltrúasamkomum, og á gögnum, sem þar eru lögð fram opinberlega og starfsemi þeirra varða. Sama gildir um dómþing, sem háð eru fyrir opnum dyrum, nema dómstóll léggi bann við birtingu tiltekinna gagna. 1 greinargerð með frumv. til höfl. er tekið fram, að ekki sé heimilt að birta aðrar umræður en þær, sem fram fari á opnum fundum og ekki önnur gögn, þótt fram séu lögð, en þau, sem fundarstörf varða og talist geti beinn þáttur í þeim. (Sjá Alþt. 1971, A-deild, bls. 1292). 106
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.