Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 25

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 25
morkunarfj árhæðar. Þá voru takmörkunarfjárhæðir hækkaðar veru- lega nema fyrir stór skip. Eftir nýja samningnum eru ábyrgðarmörk (fyrir aðrar kröfur en slysabótakröfur farþega) þau sömu fyrir öll skip, sem eru 500 rúmlestir eða minni. Fyrir hverja rúmlest, sem fram yfir er, bætist við ákveðin fjárhæð, en viðbótarfjárhæðir fara þó minnkandi eftir því sem skip eru stærri, sjá nánar 2. og 3. mgr. 177. gr. sigll. Ennfremur felst það nýmæli í Lundúnasamningnum frá 1976 (og sigll. frá 1985), að tekin eru upp sérstök ábyrgðarmörk fyrir bótakröf- ur vegna líkamstjóns farþega þess skips, sem takmörkun ábyrgðar miðast við (sjá 1. mgr. 177. gr.). Sérákvæðin um farþega auka rétt þeirra verulega. Enda þótt ákvæði sigll. leiði í velflestum tilvikum til hærri takmörk- unarfjárhæðar en var eftir eldri reglum, verður að hafa í huga, að takmörkunarfjárhæðir sigll. 1963, sbr. lög nr. 14/1968, voru orðnar óhæfilega litlar vegna óhagstæðrar verðlagsþróunar. Ljóst er, að hin- ar nýju reglur um fjárhæðir leysa ekki heldur þann vanda, sem rýrn- un verðgildis peninga hefur í för með sér. Allar hámarksfjárhæðir samkvæmt reglum sigll. um takmörkun á- byrgðar eru greindar í verðmæliseiningunni SDR, þ.e. „sérstökum dráttarréttindum“ (Special Drawing Rights). Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur notað þessa einingu frá því á árinu 1968, en þá var horfið frá því að nota gull sem grundvallarviðmiðun í alþj óðapeningakerfinu. Nú er gengi SDR ákvarðað af gengi fimm helstu gjaldmiðla heims, þannig að bandarískur dalur vegur 42%, þýskt mark 19%, japanskt yen 15% og sterlingspund og franskur franki 12% hvoi’t um sig.15 Verðbólga í Bandaríkj unum, Þýskalandi, Japan, Bretlandi og Frakk- landi getur því leitt til minnkandi raungildis takmörkunarfjárhæða sigll. Hvorki eru í sigll. né Lundúnasamningnum frá 1976 ákvæði, sem tryggja, að takmörkunarfjárhæðir hækki, ef SDR-einingin rýrnar að raungildi. Gengi SDR er skráð daglega hjá Seðlabanka íslands. Ein SDR-eining jafngildir tæpum 50 íslenskum krónum (í ágúst 1987). Hámarksfjárhæðir, sem útgerðarmaður getur takmarkað ábyrgð sína við, fara eftir stærð skips. Að því er varðar ábyrgð vegna líkams- tjóns farþega, gildir þó sú sérstaka regla í 1. mgr. 177. gr. sigll., að hámarksfjárhæð ræðst af fjölda farþega, sem flytja má með skipi „samkvæmt vottorðum“ þess. Með „vottorðum“ er átt við haffæris- skírteini, sbr. nú 12. og 13. gr. 1. nr. 51/1987 um eftirlit með skipum. Þegar krafa stofnast, vegna þess að farþegi deyr eða slasast, eru 15 Sjá nánar Alþt. 1984 A, bls. 1050 og Hagtölur mánaðarins, janúar 1986, bls. 4. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.