Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 41

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Blaðsíða 41
um samfélagsþjónustu, ekki síst ef fyrri dómar eru refsivistardómar. Þá virðist sem dómarar beiti samfélágsþj ónustu í mörgum tilvikum, þar sem ella hefði ekki verið dæmt til refsivistar. 1 Englandi eru menn sagðir ánægðir með þá reynslu, sem þeir hafa fengið af þessu réttarúrræði. Samfélagsþjónusta fær jákvæða umfjöll- un í biöðum, hjá verkalýðsfélögum, sérfræðingum, dómþolum og þeim, sem sjá um framkvæmdina. Almennt hefur verið litið á samfélagsþj ón- ustu sem ákaflega mikilsvert nýmæli innan viðurlagakerfisins þar í landi. III. SAMFÉLAGSÞJÓNUSTA í DANMÖRKU. Verður nú vikið að samfélagsþjónustu í Danmörku. Fyrst verður gerð grein fyrir þeirri undirbúningsvinnu, er fram fór, því næst lýst þeim reglum, sem settar voru um samfélagsþjónustu og loks farið nokkrum orðum um reynslu Dana af þessu réttarúrræði. Undirbúningur Hinn 29. ágúst 1975 skipaði danska dómsmálaráðuneytið vinnuhóp, sem átti að benda á og kanna ráðstafanir, sem væru til þess fallnar að stuðla að aukinni notkun viðurlaga, sem ekki hefðu frelsissviptingu í för með sér. Átti vinnuhópurinn að athuga þær upplýsingar, sem fyrir hendi væru um nýjar viðurlagategundir í öðrum löndum og meta, hvort og að hvaða leyti beita mætti slíkum viðurlögum í Danmörku í stað refsivistar. Vinnuhópurinn skilaði af sér árið 1977, álitsgerð nr. 806: Alternativer til frihedsstraf. Þar er m.a. fjallað um samfélagsþjónustu og mælti vinnuhópurinn með því, að athugaðir yrðu gaumgæfilega möguleikar á að taka upp samfélagsþjónustu á grundvelli jákvæðrar reynslu Englendinga, og var bent á þann möguleika að koma á fót sam- félagsþjónustu í tilraunaskyni á vissum stöðum, svipað og gert var í Englandi, svo að unnt yrði að meta gildi og áhrif þessarar viðurlaga- tegundar út frá reynslunni. 1 álitsgerðinni er nokkuð fjallað um helstu kosti og galla samfélags- þjónustu sem viðurlagategundar, m.a. út frá dönskum aðstæðum. Að því leyti sem samfélagsþjónustu er beitt í stað refsivistar, er hún talin hafa alla sömu kosti og önnur viðurlög, sem ekki hafa frelsissviptingu í för með sér. Dómþoli getur haldið lífi sínu og háttum nokkurn veginn óbreyttum, dómurinn þarf ekki að hafa mikil áhrif á fjölskyldulíf hans og atvinnu, og þetta fyrirkomulag er ódýrara fyrir þj óðfélagið en refsi- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.