Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 54

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 54
heimil Samkvæmt því taldi minni hlutinn, að taka bæri kröfu um uppboð til fullnustu eftirstöðvunum til greina. 6.6.4 Niðurstaða um íslenskan rétt Þess er áður getið (kafli 6.6.2), að í flestum þeim íslensku sérlagaákvæðum, þar sem vikið er að yfirtöku hinnar persónulega greiðsluskyldu á veðskuld, þegar seld er veðsett fasteign eða annað veðsett verðmæti, er lagt til grundvallar, að samningur seljanda og kaupanda geti ekki, án þess að annað og meira komi til, leyst seljanda úr ábyrgð gagnvart kröfuhafa. Birtist þetta sjónarmið í því, að ýmist er gerður áskilnaður um samþykki kröfuhafa við því, að nýr eigandi taki við skuld, eða í hinu, að skuld gjaldfalli við eigendaskipti. Framkvæmd hér á landi í ólögfestum tilvikum er mjög á sömu lund. Verður samkvæmt því að leggja til grundvallar, að það sé almenn regla, að seljandi sé ekki laus undan skuldbindingu sinni gagnvart kröfuhafa, nema skuldareigandi samþykki, svo sem berum orðum segir í dómsatkvæði meiri hluta Hæstaréttar í Hrd. 1983 691. Má og segja, að sama viðhorf komi fram í Hrd. 1980 1396, þar sem um var að ræða afsal skipasmíðasamnings. Sjá kafla 2.3. Er ekki fræðilegur ágreiningur um þetta atriði. Úrlausn þess, hvort samningur seljanda og kaupanda einn sér um yfirtöku kaupandans á hinni persónulega greiðsluábyrgð geti skapað beinan rétt fyrir kröfuhafa til þess að krefja kaupandann um greiðslu skuldarinnar sem persónu- legan skuldara hennar, er hins vegar vandasamari. Það álitaefni er reyndar tvíþætt. í fyrsta lagi það, hvort kröfuhafinn geti yfirleitt krafið kaupandann persónulega um greiðslu skuldarinnar á grundvelli samnings seljanda og kaup- anda, og í öðru lagi, ef svo yrði talið, hvort seljandi og kaupandi eru þá persónulegir samskuldarar umræddrar skuldar. Um fyrra atriðið, þ.e. þá spurningu, hvort kröfuhafinn geti yfirleitt krafið kaupandann persónulega um greiðslu skuldarinnar er það fyrst að segja, að skráðar réttarreglur mæla ekki fyrir um slíkan beinan aðgangsrétt kröfhafa á grundvelli samnings kaupanda og seljanda. Þvert á móti virðist út frá því gengið í þeim sérlagaákvæðum, sem að álitaefninu víkja, að slíkur réttur skapist ekki þrátt fyrir samning seljanda og kaupanda, því ýmist er, að lagaákvæðin áskilja berum orðum samþykki kröfuhafa við skuldaraskiptum, eða þau heimila kröfuhafanum að gjaldfella allar ógreiddar eftirstöðvar við hver eigendaskipti. Er líklegt, að það, sem fram kemur í þessum lagaákvæðum, eigi m.a. rót sína að rekja til þess viðhorfs, að kröfuhafinn öðlist ekki kröfu á kaupandann persónu- lega. Samkvæmt þessu verður að telja hæpna þá ályktun, sem dregin er í Hrd. 1936 294, að viðtaka afsals af hálfu kaupanda með ákvæði um yfirtöku áhvílandi veðskuldar og þinglýsing afsalsins veiti kröfuhafa beinan rétt á hendur kaupand- 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.