Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1992, Blaðsíða 40
6.2 Norskur réttur 6.2.1 Eldri norskur réttur I Noregi gilti fram til ársins 1980 sú regla, sem dómstólar höföu mótað, að samningur seljanda fasteignar (veðþola) og kaupanda um það, að kaupandinn taki að sér greiðslu skuldarinnar gagnvart kröfuhafa, veitti kröfuhafa beinan rétt til þess að krefja kaupandann um greiðslu skuldarinnar eftir reglum um þriðjamannsloforð. Ef kaupandi vildi ekki verða beint skuldbundinn gagnvart kröfuhafa, varð hann að láta það koma skýrt og ótvírætt fram í samningi, að hann væri einungis skuldbundinn gagnvart seljanda til þess að greiða kröfuhafa skuldina, og var það nefnt greiðsluyfirtaka (,,betalingsovertagelse“)- Sam- kvæmt þessu var greint á milli þess, sem kallað var annars vegar greiðsluyfírtaka og hins vegar eiginleg skuldaryflrtaka (gjeldsovertagelse).111 Kröfuhafi gat samkvæmt þessu byggt rétt á samningi seljanda og kaupanda og valið milli þess, hvort hann beindi kröfu sinni að seljandanum eða kaupandan- um. Kröfuhafi var hins vegar bundinn við val sitt, og ef hann t.d. valdi kaupandann, varð sá skuldbundinn gagnvart kröfuhafanum, og seljandinn varð þá laus úr persónulegri ábyrgð sinni. Framkvæmd sú, sem dómstólar mótuðu að þessu leyti í Noregi, átti rætur sínar að rekja allt aftur til síðustu aldamóta, þegar fasteignir skiptu um eigendur við mjög breytilegar aðstæður. Mótuðust reglurn- ar af ákveðinni samúð í garð seljandans, sem ella gat átt von á því að þurfa að svara til skuldbindinga, sem hann taldi sig löngu lausan undan. Var þvj litið svo á, að seljandinn ætti sanngjarna kröfu til þess að vera laus úrskuldarsambandinu við framsalið.39 Talið var í norskum rétti, að samningur seljanda og kaupanda fæli í sér eftirtalin atriði:41’ a) Samningur seljanda og kaupanda veitti kröfuhafa beinan rétt til þess að krefja kaupandann um greiðslu skuldarinnar, nema önnur niðurstaða yrði ótvírætt leidd af samningi. Skuldbindingar kaupanda gagnvart kröfuhafa voru 3li Carl Jacob Arnholm, sama rit, bls. 103; Per Augdahl, sama rit, bls. 368 - 369; Kai Kriiger, Pengekrav, Osló 1978, bls. 298. Sjá einnig Carl Jacob Arnholm. Panteretten, 3. útg. Osló 1962. bls. 127 - 128; 39 Sjá t.d. Tore Sandvik, Kai Kruger, Ole Johan Giertsen, Norsk Panterett, 2. útg. 1982. bls. 296. Fyrsta dóminn í Noregi, sem meö afgerandi hætti tók á þessu álitaefni. er að finna í Rétstid. 1845, bls. 285. en þar virðist áherslan liggja á því, að skuldayfirtökuákvæðið var tekið inn í þinglýst afsal. í dómi í Retstid. 1885, bls. 730 var kaupandinn sýknaður. þar sem skuldayfirtökuákvæðinu hafði hvorki verið þinglýst né heldur það kunngert kröfuhafa með öðrum hætti. Sjá nánar Per Augdahl. sama rit, bls. 369. í Hrd. 1936 294 er með sama hætti lögð áhersla á þinglýsingu afsalsbréfs með skuldayfirtökuákvæði. Sjá nánar kafla 6.6.3.1. 40 Sjá nánar Carl Jacob Arnholm, bls. 105 - 107 og Sjur Brækhus, Omsetning og Kreditt 2. Pant og annen realsikkerhet, Osló 1988, bls. 240. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.