Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 105

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1999, Síða 105
Um það að umrætt félag sé ekki sjálfstæður skattaðili segir yfirskattanefnd: „Þrátt fyrir að taka megi undir það með skattstjóra að síðastgreind atriði svo og tilgangurinn með félagsstofnuninni beri nokkurn keim af því að vera til málamynda, þykir þó með tilliti til þess sem að framan greinir um skráningu félagsins, skráðan og breyttan tilgang þess og þess að það uppfyllir út af fyrir sig skilyrði 3. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 75/1981, enda á niðurlagsákvæði þessa töluliðar ekki við, ekki alveg næg ástæða til að telja stofnun kæranda til málmynda þannig að ekki verði á félagsstofnuninni byggt í skattalegu tilliti". Yfirskattanefnd gengur því ekki eins langt hér og dómstólar í Partafélags- málinu. Hins vegar telur yfirskattanefnd ekki unnt að byggja skattlagningu á þeim ráðstöfunum sem greindi í málinu. Um þetta segir yfirskattanefnd: Þegar litið er til tildraga þess að kærandi eignaðist umrædd hlutabréf og tilgangsins með þeim ráðstöfunum svo og að virtu söluverði bréfanna og greiðsluskilmálum, sem raunar er viðurkennt af hálfu kæranda að víki verulega frá því sem tíðkast í almennum viðskiptum og stafi af því að aðilar eru tengdir, og öðmm þeim atriðum, sem skattstjóri hefur fært fram til stuðnings niðurstöðu sinni, verður að fallast á það með skattstjóra að viðskipti þessi beri það mikinn keim af málamyndagemingi að ekki sé tækt að byggja á þeim í skattalegu tilliti. Urskurður yfirskattanefndar nr. 550/1994 Málavextir voru þeir að með skattframtali K fylgdi rekstrarreikningur þar sem m.a. voru tekjufærðar leigutekjur vegna búra og hreiðurkassa fyrir mink og ref. Á fym- ingarskýrslu kom fram að K haft keypt af Á hf. þessi búr og kassa. Þessar eignir vom fyrndar almennri fymingu og aukafymdar á móti skattskyldum söluhagnaði sem K hafði áður óskað frestunar á um tvenn áramót samkvæmt gildandi reglum. Skattstjóri óskaði eftir kaupsamningi vegnaþessarar eignar og leigusamningi. Fram kom að K hefði keypt búrin og kassana af Á hf., þar sem hann var annar aðalhluthafi, og leigt síðan þessi tæki aftur til Á hf. Færði skattstjóri söluhagnað K honum til tekna og leit þannig framhjá kaup- og leigusamningi KogÁ hf. Tók skattstjóri fram að Á hf. væri í eigu K og B sem gert hefði sambærilegan samning við Á hf., eiginkvenna þeirra og barna, og yrði að telja kaup- og leigusamningana óvenjulega þar sem vemlegar líkur væru til þess að slfkir samningar hefðu ekki verið gerðir milli óskyldra aðila, en hagsmunatengsl þeirra væru ótvíræð. Þá hefði engin breyting orðið á notkun eign- anna þrátt fyrir samningana. I úrskurði yfirskattanefndar segir meðal annars: „Verður ekki annað séð en innbyrðis skipting og verðlagning nefndra eigna sé af hálfu aðila við það eitt miðuð að ekki komi til skattlagningar söluhagnaðar að neinu leyti. Þá verður til þess að líta að í kærum kærenda til skattstjóra og yfirskattanefndar kemur fram að hinar umdeildu ráðstafanir hafi verið til varúðar gerðar til að forða því að til skattlagningar kæmi á kærendur vegna hins frestaða söluhagnaðar ef ríkisskattstjóri féllist ekki á erindi um lækkun söluverðs eignanna til Á hf. Hafi þeim ekki verið ætlað að standa ef fallist yrði á erindið. Ekki liggur annað fyrir en eignir þessar séu notaðar með sama hætti í rekstri Á hf. bæði fyrir og eftir þær ráðstafanir er í málinu greinir. 257
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.