Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 75

Ægir - 01.09.1997, Page 75
90 ára ___________________ Minna flutt inn af rækju og karfa til Japans nnflutningur Japana á kaldsjávarrækju dróst lítilega saman fyrstu fjóra mán- uði ársins eða úr 11.134 tonnum í 9.671 tonn. Vegna minni afla við Grænland dróst útflutningur þeirra saman um nærri 1.000 tonn á þessu tímabili. Minna framboð var af meðal- stórri rækju (70-90 stykki í kílói) og fékkst því nokkuð hátt verð fyrir þá rækju, einkum fyrir 70-75 stykki í kílói. Meðalinnflutningsverð á rækjunni frá Grænlandi hækkaði þannig úr 755 jen á kílóið í 1.039 jen á kíló eða um 38%. Hins vegar var meira framboð af smærri rækju frá Kanada en á sama tíma í fyrra og fékkst lægra verð fyrir hana. Meðalinnflutningsverð fyrir ís- lensku rækjuna lækkaði um 5.5%, fór úr 841 jen á kílóið í 755 jen. Á sama tímabili dróst innflutningur Japana á karfa saman um 27%, fór úr tæpum 12.000 tonnum í 8.700 tonn vegna minna framboðs af karfa á þessu ári. íslendingar eru sem fyrr stærsti út- flutningsaðilinn, fluttu út um 3.500 tonn til Japan fyrstu fjóra mánuði árs- ins en það er um 45% samdráttur mið- að við fyrra ár þegar flutt voru út 6.270 tonn. Hins vegar fékkst mun hærra verð fyrir karfann nú eða 365 jen á Innflutningur á kaldsjávar- rækju tii Japans, janúar-apríl 1996 1997 Kanada 3.569 3.292 Grænland 4.255 3.381 ísland 1.954 1.836 Noregur 609 756 Danmörk 747 407 Samtals 11.134 9.671 kílóið samanborið við 295 jen í fyrra og nemur hækkunin um 24%. Útflutn- ingur frá Austur-Evrópu (Rússland, Eistland, Lettland og Litháen) dróst enn meira saman eða um 65%, fór úr 2.500 tonnum í tæp 900 tonn en með- alverðið hækkaði á sama tíma um 57%, fór úr 188 jenum á kílóið í 295 jen. Um 2.600 tonn voru flutt in frá Bandaríkjunum sem er svipað og í fyrra en meðalverðið hækkaði hins vegar aðeins lítillega. AGIR 75

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.