Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Nálgumst viðskiptavinina með neytendavörunni Án öflugra framleiðenda á fiskafurbum hér á landi væri ÍS ekki það öfluga sölufyrirtæki sem þab er í dag. Annar mikilvægur hlekkur í keðjunni er sölu- skrifstofurnar erlendis - en mikilvægust er þó að samvinna þessara aðila, þ.e. framleiðenda, ÍS og söluskrifstofanna, sé náin og góð, segir Hermann. Það hafi verið styrkur félagsins og þar gegni þróunarsetur ÍS í Reykjavík mik- ilvægu hlutverki. „Kannski er einfaldast að benda á að núna fara vörurnar verðmerktar frá framleiðendum og beint inn í verslanir erlendis. Það skiptir miklu máli. Með þessu erum við að skapa aukin verð- mæti og fleiri störf og mínar vonir standa til að þarna verði frekari aukn- ing í framtíðinni. Þeir framleiðendur sem hafa lagt sig eftir neytendavöru- framleiðslunni telja sig ná góbum ár- angri en okkar styrkur felst að sama skapi í því að áherslur framleiðend- anna eru misjafnar. Það skapar okkur fjölbreytni og sveigjanleika í sölunni." Jákvœtt að sjá vöxtinn í neytendavörunni. Kostnaðarsamt að nálgast Asíumarkað íslenskar sjávarafurðir hf. starfrækja einnig söluskrifstofu í Japan og þaöan er lögð áhersla á markaði í Austur- Asíu. Á þetta markaðssvæði fara vörur eins og t.d. uppsjávarfiskur, sjófryst rækja og karfi. Hermann segir Asíu- markaðinn mjög spennandi sökum stærðar sinnar en á hinn bóginn sé afar kostnaðarsamt að reka söluskrif- stofu í Japan og þurfi mikil vibskipti til að sú starfsemi skili hagnaði. „Vib erum líka að vinna talsvert á Austur-Evrópumakab, þ.e. Rússlandi og nálægum löndum. Þangað höfum við fyrst og fremst selt loönu og síld. Á fyrri hluta síðasta árs náðum við þar mjög góðum árangri og seldum um- talsvert magn, en umhverfið er erfitt þessa stundina og vib förum þar af leiðandi mjög varlega." Þróunarverkefni í Namibíu Seaflower Whitefish er þróunarverk- efni í Namibíu sem ÍS er þátttakandi í. Verkefnið gengur út á uppbyggingu fiskveiða og vinnslu afurba í landi en afurðirnar fara í gegnum sölukerfi ÍS. Hermann viðurkennir að áætlanir um verkefnið hafi ekki gengið eftir, fyrst Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verslunin aðkeyrsla frá Háaleitisbraut © BOSCH Dieselkerfi Vökvakerfi Olíusíur Dieselstillíngar Rafviögeröir Rafstöðvar Handverkfæri Rilavarahlutir Efnavörur ÆGIR 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.