Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 32

Ægir - 01.01.1999, Blaðsíða 32
TTekla á að baki rúmlega 50 ára JLZ umboðssögu fyrír Caterpillar- vélarnar hér á landi. Segir það sína sögu um að gœði véianna. Við hefð- um ekki selt þessar vélar svo lengi nema fyrir það hversu góðar þœr eru," segir Albert Klemensson, deild- arstjóri Cat-sjóvéladeildar hjá Heklu hf. Þrátt fyrir að flestir sjái í huga sér tnynd afjarðýtum og vinnuvélum þegar talað eru Caterpillar vélarnar þá eru vélamar einnig vel þekktar í sjávarútveginum á íslandi og þjóna bœði sem aðalvélar í stórum fiski- skipum og minni bátum; einnig em í mörgum skipum Caterpillar-ljósavél- ar. „Stærstu skipavélar sem fáanlegar eru frá Caterpillar eru um 10.000 hest- öfl en svo stóra vél er ekki að finna í íslensku skipi. Núna eru nótaskipin að sækjast eftir meira vélarafli og þegar ljóst að Caterpillar vélar munu verða Caterpillarvél úr 3500 línunni. Framleiðendur vélanna hafa þróað fullkomnar tölvustýr- ingar sem gera að verkum að hcegt er að fylgjast nákvœmlega með vinnslu þeirra, elds- neytisnýtingu og sliti. „Verðið skiptir mestu máli“ - segirAlbert Klemensson, hjá Cat-sjóvéladeild Heklu hf, umboðsaðila bandarísku Caterpillar vélanna settar um borð í nótaskipin Börk NK og Berg VE. Nótaskipaútgerðin hefur glímt við verkefnaleysi hluta úr árinu en með því að gera skipin öflugri þá er hægt ab takast á við ný verkefni, eins og til dæmis kolmunnaveiðar. Þar af leiðandi finnum við fyrir mestum áhuga frá nótaskipaútgerðunum." Vélaskiptum í skipum fylgir einnig að keyptur er nýr gír- og skrúfubúnaö- ur, enda þarf hann ab fylgja eftir auknu afli aðalvélanna. Albert segir að vitanlega fylgi mikill kostnaður véla- skiptum en horfa verði líka í þann kostnab sem fylgir því að hafa skip bundin við bryggju og án verkefna. Spurður um þróun í bandarísku Ca- terpillar vélunum segir Albert að hún sé hröð. Tölvustýring sé nú að ryðja sér til rúms við hlið vélanna og hún 32 AGIR ------------------------- Albert Klemensson deildarstjóri í Cat- sjóvéladeild Heklu. skráir í sífellu abgengilegar upplýsing- ar um starfsemina í vélunum, auk þess að stýra innsprautun olíunnar. „Þessi búnaður hefur áhrif varbandi fyrirbyggjandi viðhald og bætir nýt- ingu á eldsneyti. Caterpillar er einnig með vélalínu sem hefur fengið verð- laun í Þýskalandi sem „hreinasta" vél- in sem er að finna á markaðnum, þ.e. sú vél sem brennir eldsneytið best. Hér á landi finnst mér lítið hugað að umhverfisáhrifum vélanna, þab er fyrst og fremst spurt um verð, afl og eyðslu. í Noregi styður ríkið við bakið á þeim sem velja umhverfisvænni vél- búnað og ég sé fyrir mér að sama verði að gerast hér á landi til að ýta undir umhverfishugsunina," segir Albert Klemensson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.