Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 15

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 15
13 þarfnast þeirra án tafar. En jafnframt því, sem stofnað er til slíkrar kennslu, sem tekur 3—4 ár, eru horfur á því, að hið reglulega verkfræðinám verði aukið frá því sem verið hefir um 1—2 ár. Það er eðlilegt og sjálfsagt, að allt nám, líka háskólanám, taki breytingum, er stundir líða. Hér í háskólanum gætir þegar nokkurra breytinga í einstökum námsgreinum, samkvæmt hinni nýju reglugerð, t. d. í læknisfræði og guðfræði, og verkfræði- námið og að líkindum viðskipta- og hagfræðinámið hlýtur að verða tekið til endurskoðunar nú á næstunni. Hér sem annars staðar verðum við að hlýða tímans kalli. Samvinna okkar við háskóla í öðrum löndum hefir það í för með sér, að við kom- umst ekki hjá að gera það. Ég ætla, að við séum hér á réttri leið, þótt ef til vill miði okkur seinna en skyldi, en því veldur margt og ekki sízt fjárskortur. Mér er ánægja að því að geta sagt það hér, að í þau sex ár, sem ég hefi veitt háskólanum for- stöðu, hefir samvinnan við stjórnarvöld landsins verið hin bezta. Helzt myndi á skorta, að fjárveitingavaldið hafi sýnt okkur nægilegt örlæti, svo hófsamlega sem þess hefir þó jafnan leitað verið, en þess tími mun einnig koma og væntanlega heldur fyrr en seinna. Ég gat þess áðan, að margt væri hér stofnað af vanefnum, enda gengi skrykkjótt um ýmsar framkvæmdir og af því leiddi margskonar vandkvæði og ósamþykki. Háskóli vor var af van- efnum reistur, eins og kunnugt er, og þróun hans hefir verið hægfara, sjálfsagt um of að sumra dómi. En síðustu tvo áratugi hefir mörgu drjúgum fram þokað. Námsgreinum hefir fjölgað og kennslan eflzt. Það er sjálfsagt eðlilegt, að tímaskil verði í þróun háskólans um það bil sem hann eignast húsnæði, sem hæfir nokkurn veginn þörfum hans. En þarfirnar fara vaxandi. Eitt fyrir sig er fjölgun nemendanna. Þegar háskólinn fluttist í sitt núverandi húsnæði, voru nemendur 200. Nú um skeið hafa þeir verið um 800, enda er svo komið, að háskólabyggingin rúm- ar þá með naumindum. Þá voru fastir kennarar, prófessorar, 14 og kennarar alls 39. Nú eru hér 36 prófessorar og kennarar alls
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.