Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 122

Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1961, Side 122
120 Þessi hagnaðarhluti Garðsstjórnar mun fyrir síðasta ár nema krónum 160.000,00, en aðeins 80.000,00 kr. verða eftir í sjóðum hótelsins af hagnaði þeim, sem varð á rekstrinum s.l. sumar og nam kr. 240.000,00. Endurskipulagning StúdentablaSs. Á fundi stúdentaráðs 16. nóvember 1960 var samþykkt að kjósa nefnd til athuga mögulegan rekstursgrundvöll fyrir reglulegri útkomu Stúdentablaðs og gera tillögur um framtíðarbúning blaðsins. Voru kjörnir til starfans tveir sérfróðir menn, Styrmir Gunnarsson, stud. jur., og Jón B. Hannibalsson, stud. jur. í byrjun janúar 1961 lögðu þeir fram ýtarlega greinargerð, sem var í aðalatriðum þannig: Reynt verði að gefa blaðið út mánaðarlega og gera það þar með að virkum þætti félagslífs stúdenta. Ráðinn verði að blaðinu ritstjóri á launum, enda séu störf ritstjóra við mánaðarblað það erilsöm, að ekki sé ofrausn að umbuna honum í nokkru. Leitað verði til valins hóps manna (contributors), er leggi blaðinu til efni í samráði við ritstjóra til að gera það sem f jölbreyttast að efni. Ennfremur að broti blaðsins verði breytt í dagblaðabrot og það verði prentað á góðan dagblaðapappír. Stúdentaráð féllst að mestu leyti á þessar tillögur. Hafa þegar verið framkvæmdar nokkrar af þessum breytingum og brot blaðsins m. a. stækkað. Ekki hefur þó tekizt að halda því úti mánaðarlega og veldur þar, sem fyrri daginn, ótryggur fjárhagsgrundvöllur og sinnuleysi stúdenta að skrifa í blaðið. Mun tapið við útgáfu hvers tölublaðs nema um það bil 2000,00 krónum eða þeirri upphæð, sem greidd hefur verið ritstjóra í laun. Þarf að reyna að tryggja þann mismun og mun þá útgáfa blaðsins mánaðarlega vera tryggð, hefur enda hið nýja form fallið í góðan jarðveg. Blaðið verður 40 ára á næsta ári. Á starfstímabili þessa stúdentaráðs hafa komið út sex tölublöð. Þar af tvö 1. desember, 1960 og 1961, útgefin af ritstjórnum kjörnum á stúdentafundi. 1 maí 1961 kom út fyrsta blaðið í hinu nýja formi. Ritstjóri þess var Guðni Gíslason, stud. jur. Sérstakt afmælisblað, sem tileinkað var 50 ára afmæli Háskóla íslands, kom út 6 .október. Ritstjóri þess var Gylfi Baldursson, B.A., og með honum í ritstjórn Áslaug Ottesen, stud. jur., Logi Guðbrandsson, stud. jur., og Sólrún Jensdóttir, stud. philol. Var blað þetta sérstaklega vandað. Þá kom út blað í desember og annað nú í byrjun febrúar. Ritstjóri tveggja hinna síðustu blaða hefur verið Kristján Torfason, stud. jur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.