Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 6
„Mjög margir af íbúum Danmerkur búa í húsum og húsasamstæðum, þar sem öll dýr eru bönnuð nema sléttupáfagaukar, kanarífuglar og eitthvað fleira af hliðstæðum dýrum. En þrátt fyrir það á mönnum að vera unnt að eiga önnur dýr. Mörgum af svona húsum og húsasamstæðum fylgja stór svæði, sem oftast hafa verið gerð að sléttum grasflötum. En á liluta af þessum svæðum mætti reisa hús, sem ætluð væru dýrum, er börnunum í hverfinu yrðu til yndis.“ Þá segir hann, að einnig í skólunum mætti gera miklu meira en gert er til að kynna börnunum dýr. Skólarnir ættu að eiga dverghænsni, kanínur, mar- svín, hamstra og fugla og fiska í búrum, og öll þessi dýr ættu börnin að hirða undir eftirliti kennaranna. í trésmíðatímum mætti láta börnin smíða smá- hýsi handa hænsnum og dúfum og í málmsmíða- tímunum búr handa kanínum og marsvínum — og einnig fuglabúr og vatnsgeyma handa fiskum. Allt þetta yrði svo ýmist notað í skólanum eða því yrði komið fyrir á hinum opnu svæðum, sem dýrunum yrðu helguð í kringum þau hús, sem börnin ættu heima í. Ef slík svæði væru svo rúmgóð, að þar væri hægt að hafa fáein hænsni, gætu nokkur börn séð um hænsnabúin í félagi, og síðan væri börnunum kennt í skólunum að halda reikning yfir fóðurkostnað og sölu á eggjum, ef hænsnin væru það mörg, að börnin gætu selt eitthvað af eggjum. Arkitektinn segir ennfremur, að ýmsir mundu halda því fram, að börnin hefðu ekkert gaman af að fást við svona — eða væru ekki fær um það, en hvorugt fengi staðizt. Hann segir, að við margar húsasamstæður í Rödovre hafi verið komið upp húsum handa dýrum, sem börnin liirði. Fjögur til sex börn séu saman um að byggja hús, og reyndin hafi sýnt, að telpurnar séu jafnáhugasamar og pilt- arnir, bæði um að koma upp húsunum og eins um að liirða dýrin, sem séu ennþá einungis kanínur, liænsni og geitur. Loks farast arkitektnum orð á þessa leið: „Margt af eldra fólkinu er við góða heilsu og hefur fullt starfsþol, en hefur nú hætt störfum sín- um, lifir á ellilaunum og hefur engu sérstöku að sinna. Það er alkunna, að oft og tíðum hafa afar og ömmur betri skilning á börnunum og þörfum þeirra en foreldrarnir, auk þess sem eldra fólkið hefur betra tóm til að sinna börnunum. Börnin eiga að læra að hirða dýr og kynnast þeim náið, og einmitt þarna er hlutverk, sem eldra fólk- inu hentar, hlutverk, sem getur orðið því til mik- illar ánægju. Oft mundi ekki þurfa annað eftirlit með því, hvernig börnin hirða dýrin, en það, sem eldra fólkið getur innt af hendi, þar eð því er Ijóst, að börnin skortir helzt úthald og aðgæzlu." Dyrevennen, blað danska dýraverndunarsam- bandsins, kveðst hafa átt tal um það við Lorentzen, 82 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.