Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 8
bjarghring, hnýtti í hann niðurstöðuna og fleygði honum útbyrðis. Hringurinn flaut aftur fyrir bát- inn í áttina til fuglsins, sem nú herti sundið um allan lielming, þar eð liann sá hjálpina nálgast. Loks náði hann hringnum og skreið upp á hann. Magnús hóf síðan að draga hringinn að sér með hægð. En þegar fuglinn fann hreyfinguna, bylti hann sér út af hringnum. Magnús gafst þó ekki upp. Hann hætti að draga hringinn að sér, og fuglinn skreið upp á hann aftur. En þegar Magnús tók á ný að draga, steypti fuglinn sér í sjóinn. Svona gekk jjetta Jrrisvar sinnum, og kostaði jtað fuglinn í hvert skipti mikið erfiði að ná hringnum á ný og komast upp á hann. Benedikt formaður fylgdist ávallt vel með björg- unartilraun Magnúsar, og Jregar hann sá, að hún lánaðist ekki, bað hann okkur að leysa sundur um næstu lóðamæti. Þetta var gert og belgur settur á lóðina. Síðan var bátnum snúið. En hvar var nú fuglinn? Jú, þarna sást höfuð og háls upp úr sjón- um, — allt hitt var komið í kaf. Fuglinn gerði ör- væntingarfullar tilraunir til að halda sér á floti. Hann synti bæði með fótum og vængjum, en vængja- tökin voru orðin mjög hæg og auðsýnlega máttlítil. Litlu, dökku augun störðu upp í heiðblámann og sólskinið. Þar var sumarið og lífið; fyrir neðan hann var helkuldinn og dauðinn, sem var að reyna að toga hann (il sín — lengra og lengra niður í djúpið. Við vorum allir hljóðir. Það var eitthvað í augna- ráði Jressa litla fugls, sem snart okkur innst inni, Jrar sem tilfinningarnar og samúðin með öllu, sem þjá- ist, eiga upptök sín. Þessi litli fugl var engu líkari en drukknandi manni, sem neytir í örvæntingu ýtrustu og síðustu lífskraftanna til að reyna að lengja lífið um örfá andartök. Þegar við komum að fuglinum, var ekkert upp úr sjónum nema höfuðið. Þó vék hann að bátnum — með síðustu kröftunum, sem hann átti eftir. Ég náði til hans og innbyrti hann, og Jtegar ég svo lagði hann frá mér á lúkarakappann, leit hann beint framan í mig, og mér fannst eins og hann vildi segja: „Þetta er allt til einskis, lífi mínu verður ekki bjargað." Svo teygði hann úr hálsinum, beindi nefinu upp í loftið og horfði sínum skæru, dökku augum út í ómælisvíðáttuna. Við lukum við að draga tengslið og gera allt klárt til heimferðar. Áður en ég fór niður til að fá mér bitann og kaffisopann, lét ég flattan smáfisk hjá fuglinum. Hann snerti ekki við honum og hreyfði sig ekki, bara starði út í geiminn og vék við og við höfðinu til með hægð. Enga tilraun gerði hann til að reyta sig. Sólin vermdi hann og Jmrrkaði á lion- um fiðrið. Honum virtist nú líða vel. Svo fór ég niður og fékk mér bÍLa og kaffi. Síðan ræddum við góða stund um gestinn okkar og hvað við ættum að gera, Jregar að landi kæmi, honum til bjargar. Svo fór ég upp á Jtiljur og lét það vera mitt fyrsta verk að huga að fuglinum. Nú var hann hreyfingarlaus, og höfuðið vissi beint fram. Ég liugði nánar að honum og sá, að hann var örendur; aug- un voru brostin, en ásýnd hans vissi í sólarátt. Hvers vegna dó liann? munuð Jtið kannski spyrja. Mér finnst Jjví auðsvarað. Hjarta hans liefur ekki J^olað hina gífurlegu áreynslu, sem Jtað kostaði hann, Iiart leikinn af hinum svarta óþverra, að synda á eftir bátnum og síðan að komast upp á bjarghring- inn aftur og aftur. F. B. Eftirmáli. Þetta er þriðja frásögnin, sem Dýraverndarinn birtir eftir Finnboga Bernódusson. Hann er aldraður maður, sem á heima vestur í Bolungarvík og liefur þar sótt sjó lengst sinnar ævi. Svo sem augljóst er af frásögnum hans, er liann góður sögumaður og vel ritfær, en hann er einn- ig mjög fróður um margt annað en sjómennsku og það, sem á sjónum gerist, og auk þess maður mikillar gerðar og fágætra mannkosta. Þær frásagnir, sem áður liafa birzt hér í blaðinu frá hans hendi, sýna glögga athugunargáfu og sanna ljóslega, að Finnbogi er mikill dýravinur, en þessi síðasta ber þó af. Mér virðist hún lýsa slíkri menn- ingu og þroska allra þeirra þriggja sjómanna, sem við sögu koma, að liún væri vel þess verð, að hún væri tekin upp í lesbækur handa börnum og út af henni lagt í skól- um landsins. Hugsið ykkur: Formaðurinn skipar svo fyrir, að hlé verði á drætti veiðarfæranna, lóðir leystar i sundur og dufl sett á endann til þess að unnt sé að bjarga einum hart leiknum og þjáðum svartfugli — og samhuga og samhentir eru þeir, félagarnir þrír. ... Sannarlega væri þessi frásögn lærdómsrík fleirum en börnum og unglingum. Þeir gætu af henni mikið lært, mennirnir, sem mestu ráða í veröldinni. Virðingin fyrir helgi lífs- ins og samúðin með öllu lífi, sem þjáist, er Jjað aðals- merki, sem menn geta lilotið tignast og fegurst, og Jwð bera þeir, sjómennirnir Jjrír, sem um getur í þessari frá- sögn. Guðmundur Gislason Hagalin. 84 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.