Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 12

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 12
af því að hún var alein — og af því að það var kom- in nótt — og af því að henni var svo hræðilega kalt. Kuldinn læsti sig upp eftir fótunum á henni úr snjónum, sem hún stóð í, andaði napurt inn á hana bera, upp undir stuttan náttkjólinn og inn með hálsmálinu á lionum, — það var líka eins og andlit- ið á henni stirðnaði — og hana verkjaði í fingurna og sveið í gómana. Skyldi nú kuldinn eiga að deyða liana í nótt? Mamma var horfin, og hvergi gat Kata litla leit- að sér hælis. Hún komst ekki inn í bæinn, ekki lield- ur inn í fjósið, og inn í hlöðuna þorði hún ekki að fara, því að þar hafðist liann við, búálfurinn. En allt í einu rann upp ljós fyrir Kötu litlu: Mamma liafði farið inn að Móum. Snemma í kvöld hafði liún haft orð á því, að hún þyrfti að skreppa þangað til að fá lánaða vefskeið. Hún hafði ekki minnzt á þetta frekar, en í Móum mundi hún vera. Og þá gat dregizt, að hún kæmi. Þeim varð alltaf svo skrafdrjúgt, henni og Bertu í Móum. .. . Kata var lögð af stað eftir gangstígnum, sem lá heiman frá henni inn að Móum, þegar hún nam allt í einu staðar, stirð og köld: Hundurinn i Móum. Hún vissi, að hann var leystur seint á kvöldin, og þó að hann aldrei nema hefði verið bundinn, hefði hún ekki einsömul þorað að stíga fæti sín- um í hlað í Móum, vitandi það, að hann væri þar, þessi rauðbrúni, loðni og stríðhærði vargur. Maður missti máttinn af að horfa í augun á honum, og geltið var svo dimmt og grimmdarlegt, að Kata heyktist í herðum, stakk fingrunum í eyrun og skalf og nötraði, þegar hún heyrði það, — jafnvel þó að hún lægi á hnjánum á bekknum við gluggann í stof- unni heima og vissi sig örugga. Auk þess var það, að honum var alveg sérstaklega uppsigað við hana. „Ef þú ert nú ekki góða barnið, þá kemur hann, hundurinn í Móum, og tekur þig.“ Þessu hafði henni verið hótað eins lengi og hún mundi eftir sér. Hundurinn í Móum vissi um allt, sem lnin af sér braut. Já, kannski hann kæmi nú þjótandi og ætlaði sér að sækja hana? Hún hafði farið berfætt út í fönnina, og mamma hafði einmitt sagt, að það mætti liún ekki. Hún sneri við í skyndi og þaut heim. Hún barði hnýtutm hnefa á bæjarhurðina og æpti eins og ham- stola af öllum mætti. Svo rann af henni skelfingaræðið. Hún varð að Kisa virðist hafa gaman af að láta smella i bókstöfum ritvélarinnar — en líklega skrifar hun elikert. reyna að finna hann pabba sinn. Hann hafði verið kvaddur til að aka prestinum á annexíuna í morg- un. Kannski var hann kominn aftur og væri nú á prestssetrinu? Þar var að minnsta kosti fólk — og það fólk, sem hún þekkti. Hún Hringjara-Imba var meira að segja guðmóðir hennar, og þar var enginn hundur. Leiðin þangað var ekki löng. Prestssetrið var beint á móti Vík, hinum megin árinnar. En þeir, sem þurftu að fara þennan spöl eftir að dimmt var orðið, tóku gjarnan með sér byssu. Á báðum bökk- um árinnar var þéttur skógur, og í skóginum voru úlfar. Kata hafði margoft staðið við gluggann heima, þegar orðið var dimmt og tunglsljós var úti, og þá hafði liún séð lipurlega, langfætta, svarta skugga dansa eftir hvítum ísum elfurinnar. Hún vissi það vel, að þeir voru hættulegir. En þeir gátu nú varla verið eins háskalegir og liundurinn í Móum? Þegar þeir ýlfruðu niðri í skóginum á kvöldin, var eins og ískaldri hendi væri smeygt niður á bakið á henni, — en þegar hann gelti, rakkinn í Móum, — já, þá hreinlega Iæddist hún liálfboginn út í brennikof- ann og stóð þar skjálfandi að hurðarbaki . . . Og nú sá hún ekki nokkurn úlf á ánni. Þar var allt kyrrt og hvítt. Æ, fæturnir á henni, fæturnir á henni, og fing- urnir! Hún var síkjökrandi á leiðinni ofan eftir. Það voru óteljandi ísnálar í snjónum. Þær stungu hana í iljarnir, já, hún kenndi kuldans og sársauk- ans upp eftir leggjunum, meira að segja upp eftir öllum líkamanum — og það var eins og loftið sjálft væri þykkt af slíkum nálum. Það var ísing í loft- inu. Hana lagði eftir árfarveginum eins og slríða, ósýnilega móðu. Hún varð að vaða yfir hana, þó að 88 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.