Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 13

Dýraverndarinn - 01.12.1966, Blaðsíða 13
henni fyndist hún leggjast svo þungt á sig, að við lá, að hún ylti um koll áður en varði. Katrín litla dró sig meir og meir saman í hnút á hlaupunum. Hún stakk dofnum höndum niður á brjóstið, en brjóstið var jafnkalt og hendurnar. Allt í einu varð á henni furðuleg breyting: Hún varð öll funheit. Já, mjúkur varmi gagntók hana alla. Hún hætti að gráta, fór meira að segja að brosa, þar sem hún skokkaði eftir tunglglituðum ísnum. Hún gerði sér enga grein fyrir því, að hreyfingar hennar urðu hægar og máttleysislegar, að handleggirnir sigu niður með hliðunum á henni og að fæturnir urðu svo aflvana, að hún gat varla þok- að þeim hvorum fram fyrir annan. Hún fann bara þessa unaðslegu hlýju — og að hún var þreytt, svo þreytt, að hana svimaði. Hún var að hugsa um að setjast stundarkorn í mjöllina og hvíla sig. Hún var víst kominn yfir elfina, snjórinn var svo sléttur og mjúkur — og ekki var hann kaldur lengur — frekar en hún sjálf. í þeirri svipan, sem þessi hugsun flögraði að henni, var þögnin allt í einu rofin. Ægilegt ýlfur kvað við úr skóginum öðru hvorum megin elfar- innar. Og undir var tekið frá báðum árbökkunum. Ef til vill hafði glorsoltinn úlfur fundið þefinn af Kötu litlu, og nú var hann svo að tilkynna félögum sínum, að þeirra biði lifandi og heit máltíð í skóg- inum öðru hvoru megin árinnar. Þessi ýlfur björguðu Kötu litlu. Þau nístu merg og bein, og þau ráku hana af stað, knúðu magnlaus- an líkamann áfram, áfram — skjótar en nokkru sinni fyrr. í hringjarabænum, sem stóð örskammt frá prests- setrinu var fólk á fótum. Eldur logaði glatt á arni í stofunni. Hringjara-Imba stóð við arininn og hrærði í potti, sem rauk upp úr. Sjálf var hún heit og rjóð af liitanum frá eldinum. Tveir Jireytulegir °g þögulir menn sátu á bekkjunum við borðið og biðu matarins. Það voru þeir Engilbert hringjari °g Níels í Vík. Þeir voru nýkomnir heim með prest- lnn- Ingibjörg hafði aftur og aftur spurt þá frétta ur ferðinni, en fátt og lítið getað upp úr þeim tog- að. Þeir voru svo þreyttir og svangir, að þeir urðu að fá einhverja lífsnæringu, ef þeim átti að losna um niálbeinið. Allt í einu leit hann Engilbert upp og sagði: *>hei, þei!“ Þau hlustuðu öll, heyrðu eitthvert ambur og þrusk fyrir dyrum úti. „O, þetta er barasta kötturinn," sagði hún Hringj- ara-Imba, þreif pottinn og setti hann frá sér á arin- helluna. Svo fór hún og opnaði dyrnar. Allt í einu missti liún sleifina, sem hún hélt á, og sló saman höndunum. „Jesús minn góður! Sem ég er lifandi manneskja stendur hér nakinn barnungi." Þeir Engilbert og Níels litu skelfdir hvor á ann- an. „Vofa, — svipur!“ flaug þeim báðuin í hug. En Ingibjörg húsfreyja beygði sig, tók litla vesa- linginn í fangið og bar hann inn. Og þegar liún kom inn í Ijósið, sagði liún: „Nú er ég aldeilis steinhissa! Svei mér Jiá, ef Jietta er ekki telpuhnokkinn þinn, Níels!“ „Hvað ertu að segja, manneskja?" Níels þaut upp af bekknum. „Að Jsað sé hún Katrín!" Ekkajirungið andvarp leið tipp frá brjósti Katr- ínar litlu. Nú sá hún eldinn, fann leggja um sig hitann, sá föður sinn og gerði sér grein fyrir Jjví, að hún hvíldi í hlýjum faðmi. Nú hvarf skelfingin. Hún var laus úr fjötrum alls hins illa, sem að henni hafði steðjað. Hún stundi og lokaði augunum, varð föl eins og liðið lík. Það leið yfir hana í faðmi guð- móður sinnar. Þegar hún svo kom til sjálfrar sín, lá hún á bekkn- um, sem stóð hjá arninum. Faðir liennar og Engil- bert hringjari voru að nudda nakinn líkama henn- ar upp úr snjó, og húsfreyjan hafði höfuðið á henni í handarkrika sínum og var að neyða hana til að kyngja einhverju, sem fór eins og eldur um kverk- arnar á henni. Hana kenndi til, svo að hún varð að kveinka sér, enda varð tilkenningin meiri og meiri, eftir því sem lengra leið og meira líf færðist smátt og smátt í dofinn líkamann. Húsfreyjan stóð og strauk henni yfir hárið, og hún tárfelldi af með- aumkun: „Vesalings, blessað barnið!“ Og karlmennirnir voru fölir og Jiögulir. Það fóru einhverjir andkannalegir kippir um jarpan skeggflókann á honum Níelsi. Þeir héldu áfram að nudda hana — lengi, lengi. Smátt og smátt hilnaði henni. Liðamótin urðu mjúk, og hún varð eldrauð frá hvirfli til ilja. Og svo dró Jiá úr sársaukanum og Kötu litlu fannst ^ÝRAVERNDARINN 89

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.