Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 28

Hugur - 01.01.2002, Blaðsíða 28
Hugur Heimspeki margfalds persónuleika vonast til að svör mín hjálpi okkur að skilja það „tungumál“ eða hug- takakerfi sem liggur slíkum sjálfsskilningi til grundvallar. Og þetta leiðir mig aftur að spurningunni hvort margfaldur persónu- leiki er samfélagslegt fyrirbæri. Hann er auðvitað slíkt fyrirbrigði í þeim skilningi að það er ekki hægt að skilja sjálfan sig sem margfaldan per- sónuleika nema maður haíi vald á ákveðnum hugtökum - hugtökum sem fá merkingu sína af notkun við tilteknar samfélagsaðstæður í víð- um skilningi. Það er ekki þar með sagt að margfaldur persónuleiki sé samfélagslegt fyrirbrigði að því leyti að hann sé ekki „raunverulegur“ sjúkdómur. Um það er ég ekki dómbær og reyni ekki frekar en Hacking að skera úr um það. Huernig tengjast þessar pælingar um margfalda persónuleika fyrri verk- um þínum? Ég vil nú ekki gera of mikið úr tengslum þessara pælinga við fyrri verk mín, þar sem hér er um sjálfstætt verkefni að ræða. Það væri samt ekki rétt að neita því að þessar hugleiðingar tengdust Stiga Wittgensteins. I örstuttum formála þeirrar bókar segist ég ekki vera höfundur hennar, heldur séu höfundarnir Johannes Philologus og Johannes Commentari- us. Þetta er mín bók, en bókin talar samt tveimur tungum og hvorug þeirra er mín. Segðu aðeins meira frá Stiga Wittgensteins og hvernigþú talar þar tung- um tveim. Eins og ég sagði, lýsi ég því yfir í bókarbyrjun að ekki eitt einasta orð bókarinnar sé mitt eigið, heldur tali annars vegar Philologus og hins vegar Commentarius. Eftir það kemur að formála Commentariusar sem segist hafa fundið handrit eftir frænda sinn Philologus að honum látn- um. í þessu handriti lýsir Philologus því að hann hafi í fornbókaverslun af tilviljun rekist á bókarbrot án þess að geta fundið afganginn af bók- inni eða geta komist að því eftir hvern hún er. Eins og Commentarius bendir á, hafði Philologus fundið hálfan formálann og nokkrar síðustu setningarnar af Tractatus logico-philosophicus eftir Ludwig Wittgen- stein. Philologus finnst textinn jafn spennandi og hann er þverstæðu- kenndur. í formálanum segir Wittgenstein að markmið bókarinnar sé að draga mörk í tungumálinu: Öðrum megin við mörkin lætur málið hugs- anir í ljós, hinu megin liggur tóm merkingarleysa. I lokasetningum bók- ar sinnar lýsir Wittgenstein því svo yfir að setningar bókinnar skýri (er- láutern) þegar lesandinn geri sér grein fyrir að þessar setningar eru merkingarlausar (unsinnig). Setningarnar séu eins konar stigi sem les- andinn verði að varpa frá sér eftir að hann er búinn að klifra upp hann. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.