Hugur - 01.01.2002, Side 36

Hugur - 01.01.2002, Side 36
Hugur G.E.M. Anscombe með því að drepa manninn heldur er drápið sjálft hefndin. Ef ég er spurð hvers vegna ég hafi drepið hann svara ég: „Vegna þess að hann drap bróður minn.“ Þetta svar, sem lýsir áþreifanlegum liðnum atburði, get- um við borið saman við svar sem lýsir áþreifanlegu ástandi í framtíðinni og sem við fáum stundum í yfirlýsingum um markmið. Hið sama á við um þakklæti, iðrun og vorkunnsemi. Þessar hvatir eru frábrugðnar hvöt- um á borð við ást, forvitni eða örvæntingu á eftirfarandi hátt: Bent er á eitthvað sem hefur gerst (eða er að gerast) sem grundvöll athafnar eða aðgerðarleysis sem hefur ýmist góðar eða slæmar afleiðingar fyrir þá persónu sem athöfnin beinist að (það getur verið maður sjálfur, svo sem þegar um eftirsjá er að ræða). Ef við vildum til dæmis útskýra hefnd segðum við að hún snerist um að skaða einhvern annan vegna þess að hann hefði valdið okkur skaða. Við ættum ekki að þurfa að bæta við lýsingu á tilfinningunum sem framkalla athöfnina eða hugsununum sem fylgdu henni. Hins vegar verður það ekki skýrt á neinn sambærileg- an hátt þegar sagt er að einhver geri eitthvað af vináttu. Ég vil kalla hefnd, þakklæti, iðrun og vorkunnsemi „afturvísandi hvatir“ og aðgreina þær frá hvötum í hversdagslegum skilningi. Hvatir í hversdagslegum skilningi eru mjög erfitt viðfangsefni sem ég vil ekki ræða í löngu máli. Hugum að þeirri staðhæfingu að ein af hvöt- um mínum til að skrifa undir áskorun hafi verið aðdáun á flutnings- manni hennar, X. Þegar ég er spurð: „Hvers vegna skrifaðirðu undir?“ svara ég: „Nú, í fyrsta lagi gerði X sem flutti tillöguna ..." og lýsi því sem hann gerði, full aðdáunar. Ég get bætt við: „Auðvitað veit ég að þetta er ekki fullnægjandi ástæða til undirskriftar en ég er samt viss um að þetta var eitt af því sem hafði mest áhrif á mig.“ Þetta þarf ekki að þýða: „Ég hugsaði meðvitað um þetta áður en ég skrifaði undir.“ Ég segi „Hugum að þessu“ en horfi í raun til þess að segja „við skulum ekki huga að því hérna.“ Það er of flókið. Greinargerðin fyrir hvötum sem prófessor Ryle3 hefur gert vinsæla virðist ófullnægjandi. Hann mælir með því að „hann grobbaði af hégómagirni“ sé túlkað sem „hann grobbaði ... sem fullnæg- ir lögmálslíku staðhæfingunni að hvenær sem hann fær tækifæri til að tryggja sér aðdáun og öfund annarra gerir hann hvaðeina sem hann tel- ur að framkalli þessa aðdáun og öfund.“ Þarna velur Ryle nokkuð und- arlega krókaleið til að koma á framfæri því sem hann virðist vera að segja. Ég fæ ekki botn í það öðruvísi en að hann sé að gefa til kynna að ómögulegt sé að segja að maður hafi grobbað af hégómagirni nema hann hagi sér alltaf hégómlega, eða að minnsta kosti mjög oft. Þetta virðist ekki vera satt. Tilvísun til hvatar (af því tagi sem ég kalla „hvatir í hversdagslegum 3 Gilbert Ryle (1949), The Concept ofMind. London: Hutchinson & Compauy.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.