Hugur - 01.01.2002, Side 44

Hugur - 01.01.2002, Side 44
Hugur W.V. Quine verður að segja fyrirfram hvaða atriði skipta máli. Tökum sem dæmi tvítóna ljósmyndir. Gefum okkur að við höfum flöt sem er sex tommur á kant og skipt niður í jafna reiti, til dæmis hundrað línur og dálka fyrir hverja tommu. Tvítóna mynd er þá fullkomlega skilgreind með því að segja hvaða reitir af þessum 360 þúsund reitum eru svartir. Ef þessi flöt- ur er fylki þeirra möguleika sem máli skipta þá felast upplýsingarnar í því hvaða reitir eru svartir. Tvær myndir gefa sömu upplýsingar, miðað við þetta fylki, ef sömu reitirnir eru svartir. Litbrigði varða eingöngu stíl- brögð miðað við þetta fylki, þau veita ekki neinar upplýsingar. Sömu sögu er að segja um breytileika í staðsetningu eða lögun svo framarlega sem sá breytileiki er of lítill til að hafa áhrif á hvaða reitir teljast svartir. Miðað við þetta fylki gefur lýsing á reitunum sömu upplýsingar og mynd. (Þetta gerir það að verkum að hægt er að senda myndir yfir síma- línu). Og auðvitað geta tvær lýsingar veitt sömu upplýsingarnar þótt orðalagið sé gerólíkt; það mætti til dæmis telja upp hvítu reitina í stað þeirra svörtu. Andspænis fyrirfram skilgreindu fylki svartra og hvítra möguleika er því nógu skýrt hvenær um sömu upplýsingarnar er að ræða. Vandinn við að para saman þær hversdagslegu setningar sem eru jafngildar um upplýsingar er að við höfum ekkert fyrirfram gefið fylki möguleika. Við vitum ekki hvað við eigum að telja með. Við höfum enga reglu sem seg- ir okkur hvernig skuli afmarka upplýsingar frá stílbrögðum eða öðrum eiginleikum setninga sem ekki skipta máli. Spurningunni um það hvenær tvær setningar merkja sömu staðhæfinguna er þess vegna ekki svarað á fullnægjandi hátt með því að vísa til sömu hlutlægu upplýsing- anna. Það er bara að umorða vandann. Við getum hugsað okkur að eðlisfræðin láti okkur í té fylki möguleika og þar með algilt hugtak um hlutlægar upplýsingar. Tvær setningar láta í té sömu hlutlægu upplýsingarnar, og merkja þar með sömu stað- hæfinguna, þegar sérhvert efnislegt ástand heimsins í tíma og rúmi sem gerir aðra setninguna sanna gerir hina líka sanna. Við getum kall- að slíkt ástand mögulegan heim og þar með getum við sagt að tvær setningar merki sömu staðhæfinguna þegar þær eru sannar í öllum sömu mögulegu heimunum. Sannindi hreinnar stærðfræði og rökfræði marka tiltekin endimörk, þau eru sönn í öllum mögulegum heimum. Við getum kallað safn allra mögulegra heima sem setning er sönn í hlutlægar upplýsingar setningarinnar - eða einfaldlega staðhæfingu setningarinnar. En þessi leið lætur okkur ekki í té neina almenna að- ferð til að para saman jafngildar hversdagslegar setningar. í mörgum tilvikum er augljóst að tvær setningar muni alltaf hafa sama sanngildi hvernig sem efnislegt ástand heimsins er, og í mörgum tilvikum er 42 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.