Hugur - 01.01.2002, Page 46

Hugur - 01.01.2002, Page 46
Hugur W.V. Quine bókstafstrúarmaður staðið fast á sínu og bent á að í hörðustu tilvikum, þar sem hugmyndir sem hafa verið sannreyndar um aldur og ævi eru skyndilega véfengdar af einni einangraðri athugun, þá er athugunin af- skrifuð sem blekking. En það sem er þó öllu mikilvægara er að venjulega eru athugunarsetningar prófaðar einar og sér. Þetta er það sem skilur þær frá fræðilegum setningum. Það er einungis vegna þess að athugun- arsetningar eru prófaðar beint með athugunum, og vegna sambands at- hugunarsetninga og fræðilegra setninga, sem yfirleitt er hægt að prófa vísindalegar kenningar. Astæða þess að ýmsar setningar eru prófanlegar einar og sér verður ljós ef við hugum að því hvernig við lærum tungumál. Ymsar orðmynd- ir, ekki síst þær sem eru meðal þeirra fyrstu sem við tileinkum okkur, eru lærðar af bendingu; við lærum þær í kringumstæðum sem þær lýsa eða í návist hluta sem þær lýsa. I stuttu máli þá eru þær skilyrtar af at- hugunum. Og þessar athuganir eru á hvers manns færi þar sem bæði nemandi og kennari verða að geta séð að tilefnið sé við hæfi. Ef allir læra tiltekið orðalag á þennan hátt þá munu allir hafa tilhneigingu til að nota orðalagið á sama hátt við samskonar áreiti. Þessi samleitni gefur okkur atferlishyggjuviðmið um hvaða setningar eru athugunarsetningar. Og þessi samleitni er einnig ástæða þess að vísindamenn hallast að athug- unarsetningum sem sameiginlegum grunni þegar þeir meta gögn hvers annars. Við lærum nýtt orðalag í samhengi þannig að úr verður flókið net setn- inga. Tengsl setninganna í þessu neti eru með þeim hætti að við höfum tilhneigingu til að játa eða neita tilteknum setningum þegar við hneigj- umst til að játa eða neita öðrum setningum. Og það er fyrir þessi tengsl sem prófanleiki athugunarsetninga færist yfir á kenningar um náttúr- una. En þetta eru einnig þau tengsl sem valda því að í hörðustu tilvik- um getur kenning um náttúruna freistað okkar til að líta framhjá athug- un, þótt það yrði að vísu miður ef við féllum oft í þá freistni. Það er að nokkru leyti almennt viðurkennt að vonlaust sé að deila reynsluupplýsingum niður á einstakar setningar, eða jafnvel tiltölulega viðamikla setningaklasa. Við getum litið á þetta á eftirfarandi hátt: Van- sönnun vísindakenninga er almennt viðurkennd; þær athuganir sem hafa verið gerðar eða munu verða gerðar geta ekki sannað vísindakenn- ingar, ekki einu sinni þótt við bættum við öllum þeim atvikum sem hugs- anlega gætu verið athugunarefni. I stuttu máli þá skilja allar ‘möguleg- ar’ athuganir kenningar okkar eftir vansannaðar.2 Þetta þýðir að það 2 ‘Vansönnun’ er þýðing á enska orðinu ‘underdetermination’. Vansönnun vísindakenninga er það einkenni slíkra kenninga að þær er aldrei hægt að fullsanna; kenningamar ganga lengra en gögnin sem þær eru byggðar á, þær ganga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.