Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 50

Hugur - 01.01.2002, Qupperneq 50
Hugur W.V. Quine gagnast jafn vel og (1), þar sem Tommi gæti vel dregið í efa að allir hjörtungar séu nýrungar en samt haldið að allir hjörtungar hafi hjarta. Og (2) hefur þann kost að vera á saklausara máli en (1) sem reiðir sig á tilbúin skilning á nauðsyn. En allt um það, sakleysi er eitt, skýrleiki er annað. Þó svo að orðið ‘heldur’ eins og það kemur fyrir í (2) sé hversdags- legt þá erfir það alla torræðni hugmyndanna um samheiti og jafngildi, og meira til. Orðið ‘heldur’ getur tæpast talist hversdagslegra en hugtakið um jafn- gildi. Það er ekki eins og jafngildi sé nýtt og tæknilegt hugtak sem verði að umorða í hversdagslegu tali. Öðru nær, orðið sjálft er hversdagslegt þrátt fyrir torræðnina. Hugmyndin um jafngildi, jafngilt inntak, virðist vel skiljanleg eins og hún kemur fyrir, þar til kafað er í hana. Á endan- um er þetta einungis gagnkvæm leiðing, og leiðing er einungis afleiðsla. Umkvörtunarefnið er ekki að þessar hugmyndir séu framandi heldur að þær eru óskýrar. Ætti að gefa öll þessi hugtök upp á bátinn í alvarlegum vísindum? Að verulegu leyti hygg ég að svo sé. Ég vil halda í tiltekin hugtök um jafn- gildi og afleiðslu sem einskorðast við rökfræði. Að auki hafa þessi hug- tök samhengisbundna notkun sem skýrir að miklu leyti daglega gagn- semi þeirra; við tölum um jafngildi eða afleiðslu með hliðsjón af tiltekn- um upplýsingum sem óbeint er gert ráð fyrir. En þessi notkun, sem gera má hæfilega skýra grein fyrir, kemur að engu gagni við að afmarka stað- hæfingar. Kenningin um staðhæfingar virðist að vissu leyti gagnslaus jafnvel þótt við hefðum lausn á afmörkunarvandanum. I slíkri lausn fælist hæfi- leg skilgreining á jafngildi setningar, og því þá ekki að láta setningar og jafngildi nægja en leyfa staðhæfingunum að sigla sinn sjó? Kjarni máls- ins er að staðhæfingar hafa verið teknar sem skuggamyndir setninga, ef ég má nota myndlíkingu frá Wittgenstein. I besta falli gefa þær okkur ekkert umfram setningarnar sjálfar. Vilyrði þeirra um eitthvað meira stafar af því að við gerum ráð fyrir að þær megi afmarka á einhvern þann hátt sem á sér enga samsvörun meðal setninga. Af skuggamynd- unum hefur sprottið óskhyggja. Sannleikur og uppfærsla4 Þeir heimspekingar sem hallast að staðhæfingum hafa sagt að þær séu nauðsynlegar vegna þess að sannleikur sé einungis skiljanlegur sem eig- inleiki staðhæfinga en ekki setninga. Þessu mætti svara á þann hátt að 4 Semantic ascent er þýtt sem uppfærsla. [þýð.] 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.