Hugur - 01.01.2002, Síða 51

Hugur - 01.01.2002, Síða 51
Merking og sannleikur Hugur við getum útskýrt sannleika setninga fyrir staðhæfmgasinna á hans eig- in forsendum. Þær setningar eru sannar sem merkja sannar staðhæfing- ar. Ef eitthvað er óskiljanlegt hér er það hans eigin sök. En það er djúpstæðari og óræðari ástæða fyrir því að honum finnst sannleikur skiljanlegur fyrst og fremst sem eiginleiki staðhæfinga. Astæðan er að sannleikur skyldi velta á veruleika, ekki tungumáli; og setningar eru hluti af tungumáli. Vissulega er aðferð staðhæfingasinn- ans við að grafa upp veruleika handa sannleikanum hálf óþrifaleg; ein- hverskonar ímynduð vörpun frá setningum. En hann hefur á réttu að standa þegar hann segir að sannleikurinn skuli velta á veruleika. Eng- in setning er sönn nema fyrir álög veruleikans. Setningin ‘snjór er hvít- ur’ er sönn, eins og Tarski hefur kennt okkur, ef og aðeins ef alvöru snjór er hvítur í alvörunni. Sömu sögu er að segja um setninguna ‘der Schnee ist weiss’. Hér er það ekki tungumálið sem skiptir máli. Þegar við tölum um sannleika tiltekinnar setningar tökum við á okkur krók; það færi betur að segja setninguna einfaldlega og tala þar með ekki um tungumál heldur um heiminn. Á meðan við tölum einungis um sannleika afmark- aðra setninga er hin fullkomna kenning um sannleikann sú sem Wilfrid Sellars kallaði hvarfhyggju um sannleikann (e. disappearance theory). Sannleikurinn veltur á veruleika, en að andmæla því að setningar séu sannar á þessum forsendum er ruglingur. Sannleiksumsögnin kemur að gagni einmitt þar sem við erum knúin, vegna tiltekinna tæknilegra ann- marka, til að tala um setningar þótt það sem okkur varði um sé veruleik- inn. Með sannleiksumsögninni bendum við í gegnum setningarnar og á veruleikann; hún minnir okkur á að þótt við tölum um setningar þá er það veruleikinn sem máli skiptir. En í hvaða tilvikum er það þá sem við fórum þessa krókaleið að tala um setningar þó að það sé veruleikinn handan tungumálsins sem okkur varðar um? Við förum þessa krókaleið þegar við viljum alhæfa um atriði sem ekki er hægt að ná yfir með því að alhæfa um hlutina sjálfa. Við getum alhæft útfrá ‘Tommi er dauðlegur’, ‘Dick er dauðlegur’ og svo framvegis, án þess að tala um sannleika setninga. Við segjum: ‘Allir menn eru dauðlegir’. Á svipaðan hátt getum við alhæft útfrá ‘Tommi er Tomm- i’, ‘Dick er Dick’, ‘0 er 0’ og svo framvegis, með því að segja: ‘Sérhver hlut- ur er það sem hann er’. En þegar við viljum alhæfa útfrá ‘Tommi er dauð- legur eða Tommi er ekki dauðlegur’, ‘snjór er hvítur eða snjór er ekki hvít- ur’ og þannig áfram, þá verðum við að færa okkur upp á svið tungumáls- ins og tala um sannleika og setningar. Við segjum: ‘Sérhver setning með sniðinu ‘p eða ekki p’ er sönn’. Það sem veldur þessari uppfærslu er ekki að ‘Tommi er dauðlegur eða Tommi er ekki dauðlegur’ er um tungumálið á meðan setningarnar ‘Tommi er dauðlegur’ og ‘Tommi er Tommi’ eru um 49
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.