Hugur - 01.01.2002, Side 100

Hugur - 01.01.2002, Side 100
Hugur Vilhjálmur Arnason umræðu. Þetta er að sjálfsögðu rétt enda kannast ég alls ekki við að hafa haldið öðru fram. Ég hef reyndar þegar svarað þessari gagnrýni í löngu máli og vísa einfaldlega til hennar hér.2 3. í siðfræðilegri rökræðu eru leikreglurnar aðalatriðið, ekki lífsgildin. Jón telur að þessi túlkun á afstöðu minni sé vænlegust. En sé hún skil- in á þennan veg þá felli hún niður „gagnrýnishlutverk siðfræðinnar“. Þetta telur hann vera alvarlegan annmarka því að „siðfræðileg gagnrýni á þau gildi sem menn lifa eftir [sé] kannski mikilvægasti hluti siðfræði- legrar rökræðu.“3 Þetta er mikilvæg athugasemd, sem ekki hefur komið áður fram í þessari umræðu, og ég mun því bregðast við henni sérstak- lega. Það væri vissulega bagalegt ef að það fælist í viðhorfi mínu að burt- fella gagnrýnishlutverk siðfræðinnar, því að sjálfur hef ég talið megin- hlutverk siðfræðinnar vera gagnrýna greiningu á mannlegu siðferði.4 Ég tel að þetta samræmist fyllilega afstöðu minni til leikreglna og lífs- gildna. Siðfræðileg gagnrýni „á þau gildi sem menn lifa eftir“ er mikil- vægur hluti gagnrýninnar greiningar á mannlegu siðferði, þótt það sé alls ekki tæmandi verkefni hennar. Slík gagnrýni á gildi hlýtur að mínu viti að hafa eitt meginmarkmið sem er að greina á milli þeirra gilda sem standast siðfræðilega skoðun og þeirra sem gera það ekki. II Mér virðist að þeim gildum „sem menn lifa eftir“ mætti skipta í að minnsta kosti ijóra meginflokka: (1) Gildi sem telja má forsendur þess að menn geti áformað líf sitt yf- irleitt í frjálslyndu samfélagi. Slík gildi, ég hef nefnt þau grunngildi,5 eru varin af leikreglum og gefa þeim raunar inntak og merkingu. Þau eru al- gild eða alhæfanleg í þeim skilningi að ætla má að allir vilji þessi gildi fyrir sig og gera má þá kröfu til manna að þeim beri að virða þau. Þau varða því sameiginlega hagsmuni manna og myndu öðlast samþykki í frjálsri rökræðu. Mannréttindi eru skýrustu dæmin um leikreglur sem standa vörð um þessi grunngildi, þ.e. gildi á borð við lífið sjálft, tjáning- arfrelsi og siðferðilegan jöfnuð. 2 „Á rauðu ljósi“, Hvers er siðfræðin megnug? (Reykjavík: Siðfræðistofnun 1999) bls. 220-230. 3 „Lífsgildi og orðræða siðfræðinnar" bls. 94. 4 Siðfræði lífs og dauða (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1993) bls. 38. 5 „Hvers er siðfræðin megnug?" Hvers er siðfræðin megnug? (Reykjavík: Siðfræði- stofnun 1999) bls. 146-47. 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.