Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 3

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 3
3. nóv: 1935 D V Ö L 3 Kaffi prestsins Söguleg frásögn eftir Reimer Lange Einn fagran morgun árið 1806 gekk berfættur drengur með vín- berjakörfu á bakinu rösklega eft- ir þjóðveginum, sem liggur frá París til Fontainebleau. Hann fór blístrandi fram hjá keisarahöll- inni og gekk um stund meðfram fagra lystiskóginum, sem ásamt höllinni hafði gjört þennan litla i'ranska bæ frægan um alla Ev- rópu. Svo vék hann út í hliðar- götú og stefndi beint á gamallt prestssetur, sem var rétt við sveitaþorp nokkurt. „Ilalló, móðir Marion, er prest- urinn heima?“ hrópaði hann hátt, um leið og hann lamdi bylmings- högg á grænmálaða hurðina. Göm- ul kona lauk upp og sagði bros- andi: „Víst er hann það, Páll. lfans hágöfgi er í lestrarstofunni. Komdu bara inn. Hann er mikið farið að langa eftir þér.“ Drengurinn hló svo að skein í hvítar tennurnar í honum. „Ætli að það sé ekki heldur karfan mín, sem blessaðan prest- inn er farið að lengja eftir,“ sagði hann hlýlega. Konan þaggaði niður í honum. „Hægan, Páll!“ sagði hún. >,Hafðu ekki hátt um þig! Hans hátign keisarinn er nú sem stend- nr í Fontainebleau, og maður er aldrei öruggur fyrir njósnurun- nm hans Fouche’s.“ „Það getur nú ekki verið neitt ljótt, þó að prestinn langi til að fá eina körfu af góðum, frönskum vínberjum,“ sagði drengurinn lágt. Hann gekk á eftir konunni gegn um allar lágu stofurnar á prests- setrinu, þangað til þau komu að lestrarstoíunni. Hann barði að áyrum og gekk inn, en móðir Marion hristi höfuðið og fór aft- ur fram í eldhúsið. „Það er óðs manns æði af hans hágöfgi að þora að breyta þvert á móti boði keisarans og hafa mök við smygl- ara og skósveina þeirra“, tautaði hún. „En það er líka það eina, sem hægt er að finna að honum. Hann getur ekki verið án þess að fá kaffisopann sinn daglega.“ Þegar Páll kom inn í lestrar- stofuna, stóð maður upp frá skrif- borðinu, hvíthærður og lotinn í herðum. Hann heilsaði Páli með ákefð og spurði, hvað mikið hann hefði raeðferðis núna. „Tíu pund, og það af beztu teg- und,“ sagði Páll, „ósvikið frá Arabíu. Það er ekki vika síðan pabbi sótti það út 1 enskt skip i sundinu. Það var feiknamikil á- hætta, því að tollþjónarnir og strandverðirnir hafa augun alls- staðar.“ Hann lét körfuna á gólfið og tók öll vínberin .upp úr henni, en undir þeim hafði hann falið lít-

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.