Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 14

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 14
14 D V 3. nóv. 1935 rauðbrúnir móar, hlaupandi hund- ar með tunguna lafandi út úr sér og patandi og lemjandi drísil- djöflar í mannsmynd. Og í eyrum mér glumdi við jarmurinn, geltið, hóin og blótsyrðin. En svo hvarf allt og hljóðnaði, og ég sökk, sökk. Gleymska svefnsins luktist um mig. Við vöknuðum í dögun. Þal var ónota-hrollur í okkur, dofi í fótum og drungi í höfði. Aftur hó, sig, gelt, jarmur, bölv og skammir. Loft var þungbúið og brátt tók að rigna. Við vorum búnir hver eftir okkar skaplyndi. Þeir eldri og gætnari höfðu kápur meðferðis til hlífðar, en mér og öðrum ungling til, sem var í ferð- inni, hafði fundizt óþarfa þyngsl að slíkum fatnaði. Nú guldum við þess. Innan stundar vorum við húðvotir. Áfram, áfram. Hó, jarmur, bölv, rigning, stormur, kuldi! Við vorum í eitruðu skapi. Aldrei hafði ég veitt því athygli fyrr, hvílíka ótæmandi auðlegð móður- málið átti af fúkyrðum! — Undir hádegi hætti að rigna og veðrið hægði. Fagurblá heiðríkju- rönd glóði í suðri, fyrst jókst hún örhægt, en brátt með meiri hraða. Allt í einu var sem jötunefld, ó- sýnileg hönd svifti skýjatjaldinu snöggt til hliðar. Það varð nær alheitt. Aðeins í norðaustri sást enn á tjaldröndina. Nú hló sól í heiði. Við vorum staddir á brún Skollheiðar, Neðan við okkur lá Ö L sveitin haustföl en hlýleg, regn- vot og sólblikuð. Framundan blasti við endalaus geimur heiðarinnar. Eftir gömlum og nýjum reiðgöt- um rann fjársafnið hægt og bít- andi. Undan öllu rann Forustu- Flekkur, staldraði öðru hvoru við og leit aftur til þess að gá að hvort hópurinn fylgdi. Næst hon- um komu léttfærustu kyndurnar, sum .v hvikular á götunni og mó- sæknar, aðrar lölluðu seinan en drjúgan og þræddu fast göturnar, hálflygndu augunum og jórtruð'i af og til. Það hafði færst spekt yfir allt. Við gengum þögulir, en í góðu skapi fram með og á eftir hópn- um. Aðeins eitt og eitt lamb jarm- aði þegar það var rekið áfram, burt frá þúfunni, sem það hafði staðnæmst við til að bíta, og jafn- vel hundunum, þessum glamurs- sömu dýrum, virtist finnast það íriðspjöll að rjúfa kyrðina með gelti sínu. Þegjandi ráku þeir lömbin, sem leituðu út úr hópnum, inn í hann aftur, misjafnlega mjúkhentir á hæklum þeirra og ull. — Áning, áfram, áning, áfram. En þessi þrotlausa heiði! Við stein- þögðum nær alltaf. Loks sá þó norður af og um leið losnaði um málbein okkar. En nú voru það spaugs og gamanyrði, sem féllu. Eldri mennirnir stríddu okkur yngri á því, að við værum alveg hættir að snerta berin, eftir að nálgast tók kauptúnið, það væri

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.