Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 13

Dvöl - 03.11.1935, Blaðsíða 13
3. nóv. 1935 D V Ö L 13 „Því Ijúfan heyrði’ eg svana- söng á heiði“. Aftur og aftur skaut þessari ljóðlínu upp í hug mér á heiðinni eins og nöpru háði, meðan logsár jarmur lambanna skóf innan hlustirnar, blandaður gelti hundanna og öskrum og bölvi rekstrarmannanna. Nei, það var sannarlega enginn svanasöng- ur á heiðinni, daginn þann! Annars voru allir rekstrarmenn- irnir meinhægir dándismenn, nema þegar þeir ráku, þá var eins og fjandinn riði þeim berbakt og beizlislaust á þanspretti yfir urð og klungur versta orðbragðs. En í rekstri þykir líka sá mestur, sem hóar hæst, sigar fantalegast, bölvar kröftuglegast og „rexar og regerar“ mest. Ég hafði þann starfa að ganga á undan hópnum og lokka For- ustu-Flekk eftir götunum, svo að reksturinn rynni sem jafnast og iniðaði sem drýgst áfram. — En hvað dagurinn var lengi að líða! Loks tók þó að skyggja og nú varð að hugsa fyrir náttstað. Við völdum eyðibýli eitt, sem stendur í mynni afdalsins. Þar var nú verið að byggja upp, fjár- hús þegar komin og girðing um gamla túnið. Þar var tilvalið að- hald fyrir fjársafnið. Þegar við náðum til eyðibýlisins og höfðum rekið féð inn á túnið, var orðið al- dimmt. Við gengum heim að fjár- húsunum, settumst í hvirfing á hólbarðið fram af dyrunum og tókum til matar okkar. Við fætur okkar lágu hundarnir fram a lappir sínar og mændu vonaraug- um eftir hverjum bita, sem hvarf upp í húsbónda þeirra. öðru hvoru kröfsuðu þeir í jörðina og ýlfr- uðu lágt, til þess að minna á nær- veru sína. Sunnan dalinn blés hægur andvari, langt að bar mjúk- an, fróandi árnið, einstaka lambs- jarmur heyrðist utan af túninu og af og til gnegg í gauk, sem styggðist úr náttstað sínum. Ann- ars var allt svo kyrrt og friðsælt. Og þarna sátum við fimm ferða- langar á hólbarði við gamalt eyði- býli upp í afdal, hógværir, frið- samir menn, drepnir úr dróma args og þvargs dagsins, orðnir mennskir á ný. En á morgun? Á morgun mundu allir klæðast sama djöflahamnum og þeir höfðu böl- sótast í um daginn. En nú var bezt að njóta hvíld- ar eftir föngum. Við bárum hey í fjárhúsgarðann og lögðumst til svefns. Einn af öðrum hurfu fé- lagar mínir inn í heima svefnsins. Stuttur, tíður andardráttur þeirra varð lengri, dýpri og rólegri. llressandi svali barst inn um opn- ar dyrnar, ferskan ilm vel verk- aðs heysins lagði notalega að vit- um manns, mjúk, friðandi kyrrð- in seitlaði inn í hug minn og augnalokin urðu svo þung, svo þung. En allt í einu hrökk ég við. Eins og leiftur þaut gegnum hugann mynd dagsins: Hvít fjárbreiða,

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.