Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 80

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 80
sem eldri bækur geta verið notaðar samhliða, eða í stað nýrri bóka. Notkun bóka getur einnig verið mismunandi frá ári til árs og á milli skóla. Til þess að fá vitneskju um hvaða bækur eru notaðar þyrfti að gera rannsókn á raunverulegri notkun þeirra í grunnskólunum en það var fyrir utan megináherslur þessarar rannsóknar. Einnig var áhugavert að taka eldri námsbækur með til þess að eiga möguleika á því að skilja sögulegar breytingar og samfellu í birtingamyndum Afríku og framandleika. Áhersla á eldri bækur felur þó í sér að afmörkun rannsóknarinnar sem rannsókn á grunn- skólabókum raskast nokkuð þar sem skilgreining á skólastigunum hefur breyst tölu- vert í gegnum tíðina. Eins og fram kemur í inngangi Inga Sigurðssonar og Lofts Guttormssonar í ritinu Alþýðumenning á Íslandi 1830–1930 tóku lög um uppfræðslu barna í skrift og reikningi ekki gildi á Íslandi fyrr en árið 1880 og á síðustu áratugum 19. aldarinnar risu eigin- legir barnaskólar (Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson, 2003). Sumar af elstu bók- unum eru því ekki grunnskólabækur í nútímaskilningi þess orðs en segja engu að síð- ur sína sögu um viðhorf og ímyndir í námsbókum fyrr á tímum. Annar ókostur við að nota bækur frá ólíkum tíma tengist því hversu margar bókanna höfðu verið end- urútgefnar nokkrum sinnum, gjarnan í örlítið breyttri mynd. Eins og fyrr er sagt fól hluti rannsóknarinnar í sér könnun á tíðni ákveðinna fyrirbæra í bókunum með notk- un gátlista og því mikilvægt að skilgreina hvenær bók væri það mikið breytt að hún ætti að birtast aftur í gátlistanum. Hugtakanotkun gat til dæmis hafa breyst mikið eða köflum verið bætt við, svo nauðsynlegt þótti að setja nýrri útgáfu bókarinnar inn í gagnasafnið eins og um nýja bók væri að ræða. Þessu tengt má nefna að skilgreina varð hvenær litið var svo á að bækur fjölluðu um Afríku. Ákveðið var að útiloka bæk- ur þar sem heiti heimsálfunnar kom fyrir en ekki var um neina eiginlega umfjöllun um álfuna að ræða. Ákveðnar bækur voru á gráu svæði og þá sérstaklega bækur þar sem minnst var á Tyrkjaránið en þær voru ekki taldar með, þá aðallega vegna þess að um mjög stutta umfjöllun var að ræða. Í bók Gunnars Karlssonar segir, til dæmis: „Þá komu hingað sjóræningjar frá Alsír í Norður-Afríku og rændu fjölda fólks og fluttu það með sér í þrældóm til heimalands síns.“ … „Því er þetta kallað Tyrkjarán að Al- sír tilheyrði Tyrkjaveldi þegar þessir atburðir gerðust“ (1999 [1986]), bls. 46). Önnur vandkvæði rannsóknarinnar tengjast smæð íslensks samfélags. Markmið hennar er ekki að gagnrýna einstaka höfunda eða nálgun þeirra, heldur að skoða upplýsingar um ákveðna félagslega skilgreinda hópa og sögulega tengingu þeirra við eldri birtingarmyndir. Mannfræðingurinn James Clifford (1988) hefur bent á að orðræðugreining er að mörgu leyti ósanngjörn gagnvart höfundum verkanna því hún hefur í raun ekki áhuga á þeim boðskap sem þeir vilja koma á framfæri heldur tengslum verka þeirra við önnur verk. Höfundar námsbóka eru einnig mótaðir að einhverju leyti af ráðandi viðmiðum í eigin samfélagi og þeim þörfum sem námsbók- in á að uppfylla. Hér er augljóslega ekki verið að meta gæði bókanna í heild enda ein- göngu ákveðnir hlutar bókanna skoðaðir. Ágætar námsbækur geta óafvitandi endur- tekið eða átt þátt í að skapa ákveðnar staðalmyndir. Það sem gerir námsbækur einmitt sérlega áhugaverðar er að þær endurspegla að einhverju leyti heimssýn þess samfélags sem höfundarnir tilheyra og þá þekkingu sem þykir rétt, eðlileg og hlut- laus í því samhengi. M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 80
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.