Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 17

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1892, Page 17
15 skólakennari í Reykjavík kristilegan barnalærdóm, og sendi hann til presta út um landið til skoðunar og álita. Kveri þessu var tekið tveim höndum um land alt, og enda farið að láta börn læra það, áðr enn það var leyft með ráðgjafabrjefi 24. scpt. 1878., Síðan liefir það svo rutt sér rúm, að nú um nokk- ur ár mun ekkert annað kver hafa verið notað til þeirra hluta á landi hér, svo að mér sé kunnugt. Kver þetta er í dogmatisku formi, og siðalær- dómrinn er alveg skilinn frá sem sérstakr kafli eða þáttr kversins. Fræði Lúters eru prentuð framan við það. Það getr engum blandazt hugur um það, að þetta kver sé langbezt samið allra þeirra, sem notuð hafa verið; það er gagnort og fáort, tekr lær- dómana fram í fastri röð sem óbifanleg sannindi, sem hvorki þurfi að sanna né verja nema með bein- um orðum ritningarinnar, og er það vafalaust ið eina rétta frá evangelisku sjónarmiði, þegar kverin eru höfð svona löguð. Það er langefnismest allra kveranna, en þó litlu lengra að eins enn Balslev, enn ummerkingar eru ágætlega stuttar og gagnorð- ar, enn stundum helzt til vísindalegar og þungar. Langmest er sögunnar við getið í þessu kveri, og er hún að jafnaði svo fram sett, að það sést vel, hverjir lærdómar á henni hvíla. Enn innanum í kveri þessu er þungskilin Dogmatik, sem mjög veit- ir torvelt að gera börnunum skiljanlega; það eru háskólavísindin, sem þar koma fram ósjálfrátt, og jafnan heldr til að spilla en bæta. Þaðverðr vand- lega að gæta þess, að það, sem liggr beint við fyrir hálærðan og skarpan gáfumann að skilja, er börnum ófæra; enn við því hefir hingað til flestum vísinda- legá fróðum mönnum (»fagmönnum«) hætt, að verða

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.