Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.05.1934, Blaðsíða 15
ert fals. Byggingarefnin fengu að njóta sín í sinni réttu og raun- verulegu mynd. Þau fengu óháð og óhulin að sýna það hlutverk, sem þau höfðu, hvert á sínum stað. Þannig hefir hver stefna orðið til og vaxið í skjóli sérstaks á- i sigkomulags og hugsunarháttar og að því leyti takmarkast eins og efnið, er úr var smíðað, hafði takmarkaða möguleika. Stálið og steinsteypan gáfu sköpunarþrá mannanna framkvæmdamátt, sem fyrri kynslóðir sáu aðeins í óljós- um draumum. Þeir draumar hafi nú eftir margar aldir loks fengið að i’ætast. Svo er sagt, að Þorkell máni lét á deyjanda degi bera sig út í sólargeislann og fal sig á hendur þeim guði, er sólina hefði skapað. Sóltrúin var í fornöld mjög sterk hjá ýmsum þjóðum, en svo komu miðaldirnar, og sólskinið í hugum mannanna þvarr. Þess má sjá glcigg merki á borgum og bæjum, sem reist voru á þeim tímum. Ilúsin voru dimm og skuggaleg, gluggar þröngir og smáir í þykk- um veggjum. Þau stóðu svo þétt saman, að sólskinið átti þangað sjaldan aðgang, og götur og stræti 11

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.